„Við vildum finna hillueiningar sem væru hlutlausar, úr náttúrulegum efnivið og sem væri auðvelt að setja upp en einnig hægt að breyta og bæta við með auknu vöruúrvali. Eftir að hafa skoðað hvað væri í boði á markaðnum sáum við að IVAR hillurnar frá IKEA uppfylltu allar okkar kröfur. Hægt er að velja um grunnar eða djúpar einingar og raða þeim upp á mismunandi hátt, jafnvel sem eyjur á miðju gólfi og svo er auðvelt að breyta og bæta við hillum og einingum eftir þörfum.“ – Hafrún, Margrét og Þurý
Skoðaðu IVAR„Við komumst fljótt að því að það var skemmtilegt að nota IVAR hillurnar í sérsmíðaðar lausnir sem hentuðu okkar rými, t.d. hillur fyrir gluggaútstillingar, við gerðum risastóra eyju þar sem við notuðum IVAR fyrir grunn og smíðuðum hólf fyrir sápustykki og aðrar smávörur, eins konar „markaðseyju“.“ - Hafrún, Margrét og Þurý.
Skoðaðu IVAR„Við höfðum smá áhyggjur af því að slíkar hillur myndu skyggja á vörur inni í búðinni en ELVARLI hillurnar eru þannig gerðar að vörurnar njóta sín mjög vel í hillunum en maður sér líka mjög vel í gegnum þær og rýmið fær að „anda“.“ Hafrún, Margrét og Þurý
Skoðaðu ELVARLI,,ELVARLI hillurnar hentuðu okkur einnig einstaklega vel þar sem maður getur sett þær upp á svo mismunandi hátt, t.d. með slá fyrir fatnað og aðrar textílvörur og við komumst fljótt að því að skúffurnar sem er hægt að setja neðst eru fullkomnar til að nýta í auka lager á smávöru, því að neðstu hillur eru oft til vandræða og ekki beint skemmtilegar til að stilla út vörum.“
Skoðaðu ELVARLI,,Við erum mjög ánægðar með valið á innréttingum í verslunina okkar sem hefur svo sannarlega stækkað með árunum og með því að vanda valið í byrjun höfum við getað nýtt hillueiningarnar vel og lengi án þess að þurfa að skipta þeim út, sem hefur þá í raun sparað okkur kostnað og styður einnig við okkar hugsjón þegar kemur að nýtni og umhverfisvernd.“ Hafrún, Margrét og Þurý
Skoðaðu ELVARLIHjá IKEA fæst allt fyrir heimilið en við bjóðum einnig upp á fjölbreyttar lausnir fyrir fyrirtæki. Fyrirtækjaþjónusta IKEA býður upp á ráðgjöf og þjónustu, hvort sem þú ert að gera upp starfsmannaeldhús, opna veitingastað, hanna gistiheimili eða verslun.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn