Svefnherbergiskrókurinn er hannaður fyrir væran svefn. Þar er næði og hægt að stjórna birtunni með ýmsum leiðum sem gerir hann notalegan á öllum tímum sólarhringsins – og því tilvalinn fyrir fólk sem vinnur á næturvöktum.
 

Myrkvað umhverfi fyrir óslitinn svefn

Þegar þú vinnur á nóttunni er nauðsynlegt að geta skapað myrkur um hábjartan dag. Þykkar gardínur hylja gluggana og í kringum rúmið eru slár með bæði þunnum gardínum og myrkvunargardínum sem galdra fram nótt um miðjan dag.

Skoðaðu gardínur

Ljós í myrkri

Stundum er þörf á bjartri og beinni lýsingu. Á öðrum tímum þurfa þreytt augu mýkri birtu. Með snjalllýsingu getur þú aðlagað birtuna eftir þörfum. Ein fjarstýring getur veitt þér þann lúxus að þurfa ekki að fara fram úr rúminu til að slökkva ljósin þegar þú hefur komið þér vel fyrir.

Skoðaðu lýsingu

Notalegt upphaf á deginum

Eftir langa og krefjandi vakt er nauðsynlegt að fá smá tíma fyrir sig. Gerðu vel við þig og undirbúðu morgunverðarbakka í rúmið. Veldu bakka sem rúmar kaffi eða te, dagblað og góðan morgunverð.

 


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X