Veitingar sem gleðja augað

Falleg viðarbretti eru góð leið til að bera fram veitingar á fallegan hátt. Einnig fara viðarbretti vel með hnífa og henta því til að skera niður bakkelsið, grafna laxinn eða ostinn.

Skoðaðu öll skurðarbretti

Gjafir fyrir áhugabarþjóninn

Eru einhver í fjölskyldunni sem elska að blanda frumlega kokteila? Sjáðu til þess að þau hafi til þess réttu tólin, bæði til að blanda og framreiða drykki. Í IKEA finnur þú vörur eins og glös og hjólavagna sem gera drykkjunum hátt undir höfði!

Skoðaðu glös og könnur

Lokkandi ilmur

Þegar þú berð nýbakað brauð á borð fyrir gesti getur þú kallað fram bros og jafnvel garnagaul. Ef þú þekkir einhverja sem hafa dálæti af því að baka getur þú veitt þeim hvatningu til að prófa sig áfram með rétta búnaðinum.

Skoðaðu bökunarvörur

Allt á hreinu í eldhúsinu

Settu saman gjöf með öllu því helsta sem áhugakokkurinn eða bakarinn gæti þarfnast. Ekki má gleyma skipulaginu, en gott skipulag getur auðveldað baksturinn eða eldamennskuna til muna. Þar má nefna VARIERA kassa, pottlokastand eða mottu í skúffurnar. Góð svunta verndar fötin gegn hveitinu og kökuform og kæligrind gera þig að sannkölluðum bakarameistara.

Skoðaðu allt fyrir matreiðsluna

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X