Hér er lítil íbúð sem er hönnuð með þarfir barns í huga til að efla sjálfstæði og sjálfstraust um leið. Geymdu hluti innan seilingar þegar mögulegt er svo það sé auðvelt að leika, skapa eða hjálpa til við húsverkin ef svo ber við!

Skipulagt svæði fyrir skapandi verkefni

Gott skipulag og afköst verða enn líklegri þegar það er nóg af hirslum. Fjölbreytni er best; djúpir kassar fyrir föndurdót, skúffur fyrir leikföng og nettur skápur fyrir græjur og tól. Þegar þú ert með allt reiðubúið og innan seilingar dafna heimaverkefnin og skapandi áhugamál.

Skoðaðu TROFAST leikfangahirslur

Fáðu meira út úr litlum svölum

Í lítilli íbúð er um að gera að fullnýta allt plássið – líka á svölunum. Stilltu upp plöntum og skapaðu fullkomið umhverfi fyrir blómarækt með börnunum.

 

Skoðaðu plöntur og potta

Aðgengilegri hirslur

Rúllandi hingað og þangað! Hirslur á hjólum laga sig að þínum lífsstíl – settu lítil hjól á kassana þína og lágar hirslur. Að auki er mikilvægt að hafa hillur, fataslár og snaga neðarlega þannig að börnin geti sjálf sótt það sem þau þurfa.

Skoðaðu kassa og körfur

Staður fyrir næði

Samvera skiptir máli en börn þurfa einnig tíma út af fyrir sig. Þegar plássið er af skornum skammti þarf oft að fara óhefðbundnari leiðir. Til dæmis með því að búa til lítinn leskrók – með aukahirslu – fyrir notalegar stundir þegar tækifæri gefst.

 

Skoðaðu SMÅSTAD línuna

Steldu stílnum

Skapaðu barnvænt athvarf með þessum lykilvörum fyrir gott skipulag og fallegt heimili.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X