Stórar veislur eru ef til vill ekki á boðstólum í þessari litlu íbúð en parið hefur mikla reynslu í að halda notaleg kvöldboð. Það sem skiptir mestu máli er gott skipulag, nóg af smáréttum og að njóta undirbúningsins.
 

Gefðu rétta tóninn

Þegar undirbúningur fyrir mat og drykki er kominn vel á veg er tímabært að huga að stemningunni! Þau völdu gamlan en góðan spilunarlista og kveiktu á nokkrum kertum. Fallegir blómavasar með lifandi blómum gefa rýminu hátíðlegt yfirbragð á augabragði.

 

Skoðaðu vasa

Lyftum glösum!

Einn frábær kostur við að bjóða fólki heim er tækifærið til að nota alla fallegu hlutina sem þú sparar fyrir rétta tilefnið. Glasasafnið sem er yfirleitt í eldhússkápunum verður að miðpunkti veislunnar og gerir jafnvel einföldustu drykkjum hátt undir höfði.

Skoðaðu glös

Tapas fyrir öll

Eldhúsið er frekar lítið en borðstofuborðið er innan handar og því geta þau borið fram matinn um leið og hann er tilbúinn. Í stað þess að setjast niður og borða stóra máltíð velja þau að bjóða upp á létta smárétti sem hægt er að njóta fram eftir kvöldi og fá þannig enn meira úr kvöldstundinni.

Skoðaðu vörur fyrir framreiðslu

Veisla fyrir augað í fríðum félagsskap

Þau sitja í sófa í kringum lítið sófaborð þar sem öll fá að njóta sín, spjalla og borða góðan mat. Þrefalt húrra fyrir enn öðru dásamlegu kvöldi með góðum vinum!

 

Skoðaðu sófaborð

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X