Heimili sem eru í snertingu við náttúruna eru yfirleitt aðlaðandi og notaleg. Með náttúrulegum hráefnum eru ýmsar leiðir til að mynda jarðtengingu á heimilinu. Við fengum innanhússhönnuð hjá IKEA til að deila nokkrum fagráðum sem kalla fram náttúrulegt útlit og andrúmsloft.
„Í stað þess að dreifa plöntunum um heimilið bjuggum við til lítinn skóg á einu svæði með góðri náttúrulegri birtu. Plönturnar eru sælar og það er auðveldara að vökva þær allar í einu. Að auki kemur þetta mjög vel út og býr til áhugavert skot.“
„Sumar fjölskyldur safna antíkgripum en hér má finna ýmsa fjársjóði sem þær hafa fundið í náttúrunni. Viðkvæmir hlutir á borð við þurrkuð blóm eru til sýnis í glerskápum og því vel varin.“
Skoðaðu glerskápaVöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn