Hillur úr hertu gleri með viðarköntum gefa húsgagninu fíngert og létt útlit.
Hurðirnar lokast hljóðlega og mjúklega með innbyggðri ljúfloku.
Glerhurðir verja uppáhaldshlutina þína fyrir ryki en þó getur þú haft þá sýnilega.
Gegnheil fura er tímalaust efni með náttúrulegum tilbrigðum sem gefur hverju húsgagni einstakt útlit.
Færanlegar hillur gera þér kleift að laga hirslurýmið að þínum þörfum.
Húsgögnin í HAVSTA línunni eru hönnuð á þann hátt að þau passi vel saman. Hafðu eitt stakt eða fleiri saman.