Á flestum heimilum eru svæði þar sem er mikill umgangur, eins og á þessu sex manna heimili. Til að koma öllum auðveldlega út úr húsi á morgnana og upp í rúm á kvöldin hafa foreldrarnir komið á góðu skipulagi og dregið úr óreiðu á svæðum þar sem mesta traffíkin er til að auðvelda þeim lífið.

Greið leið

Fjölskyldumeðlimirnir koma heim á mismunandi tíma en leggja af stað í skóla eða vinnu um svipað leyti. Til að draga úr umferðarteppu í forstofunni fá þau öll sitt pláss fyrir skó og úlpu þannig að þegar þau halda út þarf bara að grípa það sem vantar og drífa sig af stað.

 

Skoðaðu skóskápa

Forstofa í viðbragðsstöðu

Forstofan er einstaklega hentug, hönnuð fyrir rennblauta regnjakka og skítug stígvél. Undir skóhillunni er bakki sem ver gólfið fyrir bleytu og með því að setja upp snaga í mismunandi hæð er auðveldara fyrir alla, stóra sem smáa, að hengja upp yfirhafnir.

Skoðaðu skóhillur

Hvernig sem viðrar

Hlýtt og sólríkt eða svalt og jafnvel ískalt, sama hvernig viðrar þá er ekkert sem stöðvar þau í að halda á vit ævintýranna. Hornið er tileinkað tómstundaráhugamálum þar sem spaðar hanga á slám og tunna geymir alla boltana. Stór vetrarfatnaður á sér stað í stórum skáp án þess að það fari mikið fyrir honum, til reiðu um leið og kólnar í veðri.

Skoðaðu fataskápa

Sameiginlegt baðherbergi

Fjögur börn deila baðherberginu og gott skipulag er því nauðsynlegt. Táningarnir þurfa talsverðan tíma þar ásamt plássi en hillurnar þeirra eru tileinkaðar persónulegum og fjölgandi snyrtivörum. Það horfir aðeins öðruvísi við þegar kemur að yngir börnunum sem njóta þess að deila saman baðtímanum og baðleikföngum.

Skoðaðu ENHET baðherbergislínuna

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X