Það skiptir máli hvað við borðum. Þegar við veljum matvæli úr jurtaríkinu og vottaðar vörur af ábyrgum uppruna höfum við áhrif. Einnig er hægt að rækta jurtir eða grænmeti heima og fækka þannig verslunarferðum.

Himneskt bragð frá grunni

Í vöruúrvali IKEA má finna gómsætt grænkerafæði, allt frá grænmetispylsum að vegan-snúðum. Hvað sem þú velur getur þú stólað á að matur sem vex upp úr jörðinni er alltaf góður kostur.

Frá býli í bolla

Rainforest Alliance - vottunin endurspeglar markmið IKEA að selja bara kaffi sem er ræktað og framleitt á ábyrgan hátt. Hún tryggir umhyggju og ábyrgð í öllu framleiðsluferlinu, frá akrinum í bollann þinn.

Fleiri bragðgóðir kostir

Sænska matarhornið býður upp á fjölbreytt úrval matvæla sem eru góð fyrir þig og umhverfið.

Heimaræktað

Þegar þú kaupir kryddjurtir úti í búð getur þú sett þær í stærri pott og látið þær endast lengur - þá þarf ekki að kaupa nýjar í hvert skipti sem sparar pening og minnkar sóun.

Skoðaðu blómapotta

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X