Dragðu djúpt andann með það í huga að þú getur andað að þér hreinna lofti heima hjá þér með úrvali okkar lofthreinsitækjum. Kynntu þér hvernig þú setur upp lofthreinsitæki eða loftgæðaskynjara, hvernig þú bætir þeim við snjallheimilið, hvernig þú skiptir um síu og hvað þú átt að gera ef eitthvað fer úrskeiðis.

Hvernig virka lofthreinsitæki?

Loftið heima hjá okkur getur verið mengað af ryki, frjókornum, gasefni og gufu sem myndast eftir eldamennsku. Allt þetta getur haft ertandi áhrif og valdið heilsubrestum. Við trúum því að öll eigi skilið að anda að sér hreinu lofti heima hjá sér og höfum því hannað úrval af lofthreinsitækjum.

Þau koma hreyfingu á loftið með viftu þannig að loftið berst í gegnum síurnar sem fanga stærri agnir á borð við hár og ryk og smærri agnir eins og mengunarefni og frjókorn. Gassíur sía ýmsar mengandi lofttegundir og eyða lykt.

Fyrstu skref með lofthreinsitæki eða skynjara

Uppsetning á lofthreinsitæki eða skynjara

Lofthreinsitækin okkar og skynjarar eru einföld í uppsetningu þannig að þú getur notið þess að anda að þér hreinu lofti heima hjá þér án tafar.

Uppsetning á STARKVIND

  1. Festu fæturna á tækið með skrúfunum.
  2. Fjarlægðu plastlokið af snúruhólfinu að framan. Þræddu snúruna fram í tækið og settu hana í samband við STARKVIND.
  3. Settu innstunguna og það sem er eftir af snúrunni í hólfið og lokið aftur á. Snúran nær allt að 3,3 metra.
  4. Taktu út forsíuna og agnasíuna.
  5. Fjarlægðu plastpakkningarnar af gassíunni (gassía er valfrjáls). Komdu gassíunni varlega fyrir í grindinni.
  6. Fjarlægðu plastpakkningarnar af agnasíunni. Settu síuna í grindina.
  7. Smelltu forsíunni aftur á.
  8. Festu klemmurnar tvær efst á framhliðinni. Festu framhliðina og læstu henni á sinn stað.
  9. Settu STARKVIND í samband og ýttu á hnappinn til að kveikja á því.

Uppsetning á STARKVIND borði

  1. Leggðu STARKVIND niður á gólf á hvolfi og festu fæturna á það með skrúfunum.
  2. Réttu STARKVIND borðið við. Stilltu fæturna til að gera borðið stöðugra.
  3. Þræddu snúruna upp og settu hana í samband við STARKVIND.
  4. Feldu innstunguna og restina af snúrunni í kassanum og settu plastlokið á.
  5. Feldu snúruna í fætinum. Snúran nær allt að 3,3 metra.
  6. Taktu út forsíuna og agnasíuna.
  7. Fjarlægðu plastpakkningarnar af gassíunni (gassía er valfrjáls). Bættu við gassíunni með því að leggja hana í grindina.
  8. Fjarlægðu plastpakkningarnar af agnasíunni. Settu síuna í grindina.
  9. Smelltu forsíunni aftur á.
  10. Læstu borðplötunni á sinn stað.
  11. Settu STARKVIND í samband og ýttu á hnappinn til að kveikja á því.

Uppsetning á FÖRNUFTIG

  1. Festu fæturna og síðan handfangið. Slepptu þessu skrefi ef þú ætlar að setja FÖRNUFTIG tækið upp á vegg.
  2. Komdu snúrunni fyrir og settu hana í samband við tengistykkið.
  3. Taktu út forsíuna og agnasíuna.
  4. Fjarlægðu plastpakkningarnar af gassíunni (gassía er valfrjáls). Bættu við gassíunni með því að leggja hana í grindina.
  5. Fjarlægðu plastpakkningarnar af agnasíunni. Settu síuna í grindina.
  6. Smelltu forsíunni aftur á.
  7. Settu rafmagnssnúruna í samband.
  8. Stilltu viftuhraða: Lítill (svefnstilling), meðalhratt eða mikill.

Svona festir þú FÖRNUFTIG á vegg

  1. Komdu snúrunni fyrir.
  2. Notaðu meðfylgjandi sniðmát til að mæla og merkja staðsetningu á vegg.
  3. Boraðu tvær skrúfur í vegginn þar sem þú merktir fyrir þeim.
  4. Hengdu upp FÖRNUFTIG.
  5. Tengdu snúruna við tengistykkið.
  6. Settu tengistykkið í samband.
  7. Kveiktu á FÖRNUFTIG.

Uppsetning á VINDRIKTNING

  1. Leggðu VINDRIKTNING skynjarann uppréttan á flöt, ekki á gólf og fjarri ryki og óhreinindum.
  2. Tengdu USB-C snúruna og tengistykkið.
  3. Settu tengistykkið í samband.
  4. Þegar það er tengt í rafmagn byrjar ljós að blikka. Þegar það er hætt að blikka þá er skynjarinn reiðubúinn.
  5. Grænt = góð loftgæði Gult = bærileg loftgæði Rautt = slæm loftgæði
  6. Þegar VINDRIKTNING lýsir rauðu ljósi skaltu kveikja á FÖRNUFTIG eða STARKVIND lofthreinsitækinu til að bæta loftgæðin innandyra.
  7. Hafðu lofthreinsitækið í minnst 100 cm fjarlægð frá VINDRIKTNING.
  8. Þegar loftgæðin eru orðin góð lýsir VINDRIKTNING grænu ljósi.

Staðsetning lofthreinsitækja eða skynjara

Bættu getu lofthreinsitækisins með því að gæta þess að ekkert hindri loftflæði. Útblásturinn ætti að snúa frá fólki til að koma í veg fyrir óþægindi.

Staðsetning STARKVIND

STARKVIND snjalllofthreinsitæki er fáanlegt sem standandi tæki eða í borði, þau koma vel út á heimilinu og hreinsa rými sem eru allt að 20 fermetrar.

Staðsetning FÖRNUFTIG

FÖRNUFTIG getur verið á vegg eða á gólfi og kemur vel út á heimilinu. Það hreinsar rými sem er allt að 8-10 fermetrar.

Staðsetning VINDRIKTNING

VINDRIKTNING virkar jafn vel í smærri og stærri rýmum þar sem loftgæðin eru yfirleitt þau sömu í rýminu. Gættu þess að hafa VINDRIKTNING skynjarann uppréttan, ekki á gólfi og fjarri ryki og óhreinindum til að það virki sem best.

Tengja lofthreinsitæki 

Lofthreinsitækin okkar geta auðveldlega verið hluti af snjallheimilinu. Kynntu þér hvernig þú tengir STARKVIND snjalllofthreinsitæki við snjallheimilið, setur upp FÖRNUFTIG með TRÅDFRI þráðlausu millistykki og hvað þú átt að gera ef eitthvað fer úrskeiðis.

Tengjast IKEA Home smart

Tengja STARKVIND

Þegar þú tengir STARKVIND við IKEA Home smart appið getur þú skoðað loftgæði, tímastillt tækið, breytt viftuhraða, athugað stöðu sía og margt fleira.

Fyrst þarftu að fá þér TRÅDFRI gátt. Svo sækir þú IKEA Home smart appið sem leiðbeinir þér við að bæta STARKVIND lofthreinsitækinu við gáttina.


Sækja IKEA Home smart appið á Google Play
Sækja IKEA Home smart appið á App Store

Hvernig tengja á FÖRNUFTIG

Þegar þú tengir FÖRNUFTIG með TRÅDFRI millistykki getur þú stýrt tækinu úr fjarlægð.

Fyrst þarftu að fá þér TRÅDFRI gátt. Svo sækir þú IKEA Home smart appið sem leiðbeinir þér við að bæta FÖRNUFTIG lofthreinsitækinu við gáttina.


Sækja IKEA Home smart appið á Google Play
Sækja IKEA Home smart appið á App Store

Tengja við Apple Homekit, Google, Home og Amazon Alexa

TRÅDFRI gátt og IKEA Home smart appið virka með Amazon Alexa, Hey Google og Apple HomeKit þannig að þú getur bætt lofthreinsitækinu við snjallheimilið og stýrt því með raddstýringu.


Lofthreinsisíur

Bæði FÖRNUFTIG og STARKVIND lofthreinsitæki eru með forsíu sem fangar stærri agnir eins og hár og ryk og agnasíu sem nær um 99,5% af smærri ögnum á borð við ryk og frjókorn.

Að auki er pláss fyrir gassíu sem dregur í sig mengunarefni eins og formaldehýð og dregur úr vondri lykt.

Þú getur keypt síur og aukahluti í IKEA versluninni, á IKEA.is og IKEA appinu.

„FÖRNUFTIG og STARKVIND eru með forsíu sem fangar stærri agnir og agnasíu sem nær um 99,5% af smærri ögnum á borð við ryk og frjókorn.“

Skipta út síu og viðhald

Hvernig og hvenær þarf að skipta út síu?

Umhverfi og notkun stýra því hvenær þarf að skipta út síum.

  • FÖRNUFTIG og STARKVIND lofthreinsitæki eru með LED ljós sem lýsir þegar þú þarft að skoða síurnar og mögulega skipta þeim út.
  • Ef þú tengir STARKVIND við TRÅDFRI gátt þá getur IKEA Home smart appið sent þér áminningu.
  • Gott er að skoða agnasíuna reglulega og við mælum með að skipta henni út á sex mánaða fresti. Á sumum heimilum er þó betra að skipta henni oftar út. Skiptu út agna- og gassíunni á sama tíma ef það er mögulegt.

Þrif og viðhald á síu

Þú getur fjarlægt stærri agnir af forsíunni með ryksugu. Agna- og gassíur er ekki hægt að þrífa og því þarf að skipta þeim út þegar þær eru óhreinar til að þær virki sem best.

Við mælum einnig með því að þrífa skynjarann á STARKVIND tækinu reglulega með því að ryksuga hann.

Hvernig skipti ég um STARKVIND síu.

  1. Byrjaðu á því taka STARKVIND úr sambandi.
  2. Taktu framhliðina af.
  3. Fjarlægðu svörtu forsíuna til að komast í agna- og/eða gassíuna.
  4. Þegar þú hefur skipt út síunni settu þá STARKVIND aftur í samband og haltu inni endurstillingarhnappinum í 3 sekúndur.

Hvernig skipti ég út síu í STARKVIND borði?

  1. Byrjaðu á því taka STARKVIND úr sambandi.
  2. Taktu borðplötuna af.
  3. Fjarlægðu svörtu forsíuna til að komast í agna- og/eða gassíuna.
  4. Þegar þú hefur skipt út síunni settu þá STARKVIND aftur í samband og haltu inni endurstillingarhnappinum í 3 sekúndur.

Hvernig skipti ég út FÖRNUFTIG síu?

  1. Byrjaðu á því að taka tækið úr sambandi.
  2. Opnaðu það með því að toga í miðann á hægri hlið framhliðarinnar. Þetta er forsían.
  3. Þá kemst þú í agna- og/eða gassíuna.
  4. Þegar þú hefur skipt út síunni settu þá FÖRNUFTIG aftur í samband og haltu inni endurstillingarhnappinum í 3 sekúndur.

Algengar spurningar og svör


 

Meðfylgjandi sía getur fjarlægt um 99.5% agna eins og PM2,5 agnir, ryk og frjókorn. Gassían dregur í sig mengunarefni á borð við formaldehýð og önnur rokgjörn lífræn efnasambönd (VOCs) og getur dregið úr lykt sem stafar af reykingum eða eldamennsku.


 

PM2,5 agnir eru litlar agnir sem við öndum að okkur og eru um 0,1-2,5 míkrómetrar. Agnirnar myndast til dæmis vegna eldamennsku, notkun á úðabrúsa, út frá eldstæði eða koma að utan.


 

Prófaðu að setja höndina við loftopið á tækinu þegar það er kveikt á því. Ef þú finnur fyrir loftflæði þá virkar lofthreinsitækið.
Þú getur líka skoðað síuna í tækinu. Ef hún er skítug þá þýðir það að lofthreinsitækið dregur í sig mengunarefni.


 

Já, STARKVIND er með innbyggðan skynjara sem mælir agnir (PM2,5) á heimilinu og stillir viftuhraða í samræmi við loftgæðin. Þannig hreinsar STARKVIND loftið á ákjósanlegan hátt.


 

Lofthreinsitækinu fylgir agnasía en þú getur bætt við gassíu að auki.


 

Þegar STARKVIND er á sjálfvirkri stillingu notar tækið skynjara til að mæla loftagnir (PM2,5) og stillir viftuhraða í samræmi við loftgæðin. Ef viftuhraðinn er mikill þá skynjar tækið loftagnir en ef þér finnst ólíklegt að það sé mikil loftmengun þá gæti verið að þú þurfir að þrífa skynjarann með ryksugu til að hann virki vel.


 

Hljóðstyrkur fer eftir viftuhraða. Við mælum með að stilla lofthreinsitækið á lægstu stillingu áður en þú ferð að sofa ef hljóðin trufla þig.


 

Byggingarefni og staðsetning tækja geta haft áhrif á drægi þráðlausrar tengingar. Prófaðu að færa lofthreinsitækið nær TRÅDFRI gáttinni.


 

Síunum þarf að skila í endurvinnslu eins og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir sig.


 

Í FÖRNUFTIG lofthreinsitæki má eingöngu nota IKEA FÖRNUFTIG agnasíur og FÖRNUFTIG gassíur. Í STARKVIND lofthreinsitæki má eingöngu nota IKEA STARKVIND agnasíur og STARKVIND gassíur.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X