Síðastliðin misseri hefur fjöldi fólks eytt miklum tíma heimavið. Mörg heimili eru jafnvel orðin að skrifstofum! Það var allt í lagi að sitja við borðstofuborðið í einhvern tíma eða fara á fjarfund í bílnum til að fá frið, en á einhverjum tímapunkti fer bakið að kvarta og einbeitingin fjarar út. Sem betur fer er auðveldara en þú heldur að útbúa þægilega og hentuga heimaskrifstofu.

Svona skipuleggur þú vinnusvæðið

Gott skipulag veitir hugarró og eykur þannig einbeitingu og afköst. Ef starfinu fylgir mikil pappírsvinna eru skúffueiningar líklega góð hugmynd. Ef þú notar mikið af smáhlutum eins og ritföng og snúrur gætu skúffur eða kassar bjargað málunum. Vagn á hjólum er einnig mikið þarfaþing ef þú þarft að færa þig á milli staða yfir daginn.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Alltaf á hreyfingu

Það er hvorki ákjósanlegt fyrir líkama né sál að sitja í sömu stöðu í margar klukkustundir. Það er því kjörið að breyta til. Tileinkaðu tvo eða þrjá staði á heimilinu vinnu og færðu þig reglulega á milli. Ef heimilið eða vinnan sjálf bjóða ekki upp á þann mögleika þá gæti besta lausnin verið stillanlegt skrifborð sem gerir þér kleift að skipta um stöðu hvenær sem er.

 

Skoðaðu skrifborð
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

„Virk setstaða hvort sem þú ert sitjandi eða standandi er góð fyrir kjarnavöðva og líkamsstöðu, hún heldur líkamanum á stöðugri hreyfingu sem styrkir vöðva og hryggjarsúlu.“

Hans Blomquist,
innanhússhönnuður

Endurheimtu athyglina með pásu

Þú þarft ekki að breyta venjum þó þú skiptir um umhverfi. Það er gott að brjóta upp daginn með kaffipásum því þá fá augun hvíld og þú endurheimtir athyglina. Ef þú saknar samtalanna við kaffivélina gætir þú skipulagt pásurnar með uppáhaldsvinnufélögunum og hringt myndsímtal til að bæta upp glataðan tíma.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Taktu skref inn á annað heimili

Hvorki meira, né minna


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X