„Við erum að flytja inn saman en erum með frekar frábrugðinn stíl. Hvernig förum við að því að koma okkur fyrir og raða saman ólíkum eigum okkar?“ Það getur verið erfitt að sameina heimili og blanda saman ólíkum innanhússtíl. Við spjölluðum við innanhússhönnuð hjá IKEA og fengum nokkrar góðar hugmyndir að því hvernig á að raða saman hlutum úr sitthvoru heimilinu og búa til alveg nýjan stíl sem kemur vel út.  

Hvernig eigum við að velja úr vefnaðarvörum og matarstellum?

„Hafið í huga að það þarf ekki allt að vera alveg eins og það var, reynið frekar að skapa eitthvað algjörlega nýtt. Skoðið eigur ykkar með gagnrýnu auga og ákveðið saman hvaða samsetning kemur vel út. Blandið saman mynstrum, einföldum litum og áferð. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram!“

Skoðaðu diska

Hvernig getur ólíkur listasmekkur sameinast í einu rými?

„Stundum kemur vel út að halda sig við ákveðna listastefnu en þetta heimili skartar alls konar list! Glæsilegt og fjölbreytt safnið býr til gallerívegg og grípur um leið athygli gesta sem ganga inn í rýmið.“

Skoðaðu veggskreytingar

En hvernig röðum við saman stóru húsgögnunum?

„Stólarnir í kringum borðstofuborðið eru frá sitthvoru heimilinu en virka vel saman. Verið opin fyrir nýjungum, útkoman gæti komið ykkur á óvart!

 

Skoðaðu stóla

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X