„Mér finnst hvít heimili svo falleg en ég vil samt ekki að heimilið mitt sé kuldalegt. Hvernig get ég gert hvítu íbúðina mína notalega?“ Innanhússhönnuður hjá IKEA er með nokkur pottþétt ráð til að gera hvít heimili hugguleg.  
 

Hver er áhrifaríkasta leiðin til að gera hvít heimili hlýleg?

„Einfaldasta leiðin er að bæta við mýkt – bókstaflega! Á þessu heimili eru mottur sem veita þægindi og litlir aukahlutir á borð við teppi og púða í örlítið frábrugðnum litatón og áferð. Það gerir svæðið notalegt og heimilislegt fyrir íbúa og gesti“.

Skoðaðu vefnaðarvörur

Hvernig er hægt að gera rýmið hlýlegt bæði dag og nótt?

„Settu upp tvær rúllugardínur fyrir mismunandi birtu. Hér er hægt að hafa náttúrulega og mjúka birtu á daginn og niðamyrkur á nóttunni.“

 

Hvað með kvöldin?

„Þegar sólin er ekki til staðar til að skapa hlýlega birtu geta kerti og lampar tekið við keflinu. Hentug lýsing er alltaf nauðsynleg en stemningslýsing skiptir alveg jafn miklu máli. Í þessari íbúð eru áberandi loftljós hjá rúminu sem færa rýminu mýkt og notalega stemningu og að auki eru kerti um alla íbúð sem gera hana einstaklega hlýlega.“

Skoðaðu loftljós

Hvernig geta hagnýtir hlutir fært rýminu hlýlegt yfirbragð?

„Leitaðu eftir hlutum sem bæði nýtast vel og eru fallegir. Í þessari stúdíóíbúð þarf að aðgreina svefnrými frá vinnuaðstöðu. Í stað skilrúms eru mjúkar og léttar vefnaðarvörur sem þjóna sama hlutverki. Notalegt og nytsamlegt um leið!“


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X