„Hvernig get ég gert heimilið mitt öruggt og barnvænt?“

Innanhússhönnuðurinn Mia Gustafsson trúir því að það sé mikilvægt að börn hafi rými til að leika sér, læra og vera þau sjálf.

Öruggt heimili

 

Samkvæmt Mia ætti öryggi alltaf að vera aðaláherslan á heimilum, sérstaklega þegar þar eru börn. Hér búa þrjú börn og því tryggði hún að öll stór húsgögn og lausar snúrur væru örugglega föst við veggi. Eins eru öryggiskrækjur á gluggum, skúffum og skápum. „Foreldrar geta verið rólegir vitandi það að allar barnavörur IKEA, eins og leikföng og rúmföt, eru prófuð og samþykkt til notkunar fyrir börn og að sjálfsögðu án allra eiturefna,“ segir Mia.

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt
Par ásamt þremur börnum flytja í sveitasæluna. Sjáðu hvernig innanhússhönnuðurinn, Mia Gustafsson, hannaði heimahaga fjölskyldunnar þar sem yngstu fjölskyldumeðlimirnir fá að blómstra. 
 

Fjölskylduheimili

 

Þegar búið var að fara yfir öll öryggisatriði var næsta skref Mia að bæta við húsgögnum sem hvetja til samveru. „Ég valdi færri en stærri húsgögn sem færa fjölskylduna saman og þjóna mismunandi hlutverkum“, útskýrir Mia. Dæmi um það er borðstofuborð í fjölskyldustærð sem er ætlað fyrir ýmislegt eins og fjölskyldumáltíðir, heimaverkefni og föndur.

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Sjálfstætt heimili

Eitt af markmiðum Mia var að börnin gætu fundið og leitað eftir hlutunum sínum sjálf. Hún gætti þess að hafa hirslur á borð við kassa og snaga í hæð barnanna svo þau gætu auðveldlega náð í hlutina sína án aðstoðar. „Ég hannaði einnig nokkur leiksvæði; eins og listakrók og föndurborð þar sem börnin eru með allt sem þau þurfa á einum stað.“

Skoðaðu leikfangahirslur

Óslítandi heimili

Síðast, en ekki síst: Traust heimili sem þolir umgang og hasar hversdagslífsins. Mia gætti þess að allir viðkvæmir hlutir væru utan seilingar barna og valdi sófa með áklæði sem hægt er að taka af og setja í þvottavél. Hún bætti einnig við vörn á gólfið þar sem mikið er um að vera til að verja gólfið fyrir listsköpun og leikgleði.



Skoðaðu barnavörur
0 selected


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X