Gamla góða ljósaperan hefur verið til í rúm 150 ár, breytt heimilum okkar, borgum og heiminum eins og við þekkjum hann. Samt sem áður er hugmyndin um að innrétta með lýsingu ekki orðin viðtekin venja. Ljósabúnaðurinn lýsir ekki aðeins upp heimilið þitt – hann getur einnig sett réttu stemninguna og síðast en ekki síst gert ákveðin svæði notendavænni. Þannig að þú sérð að möguleikarnir eru endalausir. Ef þig langar að fá fleiri upplýsingar um hvað lýsing getur gert fyrir heimilið þitt, þá ertu að réttum stað. Skoðum þrjá grunnþætti lýsingar með þessa fjölskylduíbúð sem lýsandi dæmi.
Almenn lýsing: Nauðsyn fyrir heimilið
Ekki ósvipað vinalegu brosi, þá lýsir þessi lýsing (bókstaflega) upp allt rýmið – yfirleitt er hún í formi loftljóss. Þessi tegund af lýsingu er oft af stærri gerðinni og getur þess vegna haft mikil áhrif á innanhússhönnunina. Ein góð hugmynd? Leiktu þér með því að hafa fleiri saman. Á þessum langa gangi eru þrjú loftljós í röð sem lýsa þér leiðina inn í rýmið. Ef þú vilt breyta birtustiginu eftir því sem líður á daginn þá geta þráðlausar LED perur veitt þér hjálparhönd.
Hagnýt lýsing: Þar sem þú þarft á henni að halda
Nafnið gefur tilganginn til kynna: Þetta hagnýta ljós sem hjálpar til við ýmsar athafnir víðsvegar um heimilið. Þú getur notað ljósin til að lýsa upp skrifborðið eða uppáhaldslesstólinn þinn, en einnig til að gefa safni sviðsljósið eða til að rýna inn í myrku og djúpu hliðar fataskápsins. Sko! Þarna er peysan sem þú sást síðast fyrir tveimur árum. Gólf- og borðlampar eru frábærir, en ef það er ekki mikið af lausu plássi er tilvalið að nota veggina og loftið.
Stemningslýsing: Núna er þetta heimilislegt
Hugsaðu um þetta mjúka, hlýlega ljós sem punktinn yfir i-ið; sem fyllingu á milli hagnýtar lýsingar til að skapa notalegt og heimilislegt andrúmsloft. Borðljós, seríur, kertaljós ... listinn heldur áfram. Hér geta berar perur með mjúkri og hlýrri birtu fengið að njóta sín.
Taktu skref inn á annað heimili