„Við fjölskyldan erum nýflutt í þakíbúð og vitum ekki hvar við eigum að byrja! Hvernig getum við breytt þessu opna rými í heimili?“ Veggir gera mikið fyrir íbúð en þó er hægt að hanna fallegt heimili án þeirra. Samkvæmt innanhússhönnuðinum Annette Ydholm snýst það um að skipta íbúðinni upp í svæði, snjallar hirslur og möguleika á næði þegar þess er þörf.

Hej Annette! Getur þú veitt okkur betri innsýn í hönnunina á heimilinu?

 

Annette: Hæ! Með þessu heimili vildi ég sýna hvernig er hægt að skapa hentuga og líflega íbúð fyrir fjölskyldu í óhefðbundnu opnu rými. Ég nýtti reynslu mína og þekkingu til að veita öllum eigið rými eftir kúnstarinnar reglum.

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Yfirleitt sjá veggir um að afmarka rými, hvernig fórstu að því að skapa næði í opnu rými?

Annette: Það fyrsta sem við gerðum var að skoða grunnmyndina af íbúðinni og ganga úr skugga um að við sköpuðum eins mikla fjarlægð milli svefnrýma og mögulegt væri. Við teiknuðum upp sameiginlegt svæði í hjarta íbúðarinnar og settum svefnherbergin í sitthvorn endann svo að táningarnir og foreldrarnir fengju næði.

Skoðaðu fleiri svefnherbergi

„Í stað hurða og veggja notuðum við gardínur til að skapa mjúkt en augljóst skilrúm milli svæða til að auka næði.“

Annette Ydholm
Innanhússhönnuður

Hvað fleira þarf að huga að til að skapa persónulegt rými?

Annette: Þó það sé mikilvægt að allir eigi sitt eigið svæði er jafn mikilvægt að það sé pláss fyrir persónulega muni. Þau deila hirslunum að miklu leiti en hver fjölskyldumeðlimur á einnig sinn stað í fataskápnum og að auki minni kassa og hillur sem henta þeim sérstaklega.

Skoðaðu hirslur

Hvernig lætur þú sameiginleg rými virka fyrir bæði foreldra og táninga?

Annette: Við vildum ekki að alrýmið væri aðeins ætlað einni manneskju og völdum því húsgögn sem þjóna ólíkum hlutverkum. Hér er borðstofan einnig nýtt fyrir spilakvöld eða sem aukavinnupláss. Svo er auðvelt að færa til einingasófann fyrir bókaklúbba, slökun eða kósíkvöld.

Skoðaðu einingasófa

„Leitaðu eftir húsgögnum sem þjóna ýmsum hlutverkum og ef þú ert með lítið pláss er einstaklega hentugt ef þau eru einnig staflanleg.“

Annette Ydholm
Innanhússhönnuður

Hvernig kemur þú öllum þessum hirslum fyrir án þess að tapa gólfplássi?

Annette: Ef þú býrð í litlu rými getur veggplássið komið þér til bjargar. Notaðu allan vegginn, alveg frá gólfi upp í loft og einnig plássið bak við hurðir og fyrir ofan þær. Það á eftir að koma þér á óvart hvað það er mikið af rými sem hægt er að nýta – ef þú bara hugsar út fyrir kassann! 

Skoðaðu skápa- og hillueiningar

„Veldu hirslur sem þú getur bætt við og gert að þínum. Þá endar þú með mun meira geymslupláss og persónulegt rými.“

Annette Ydholm
Interior designer



Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X