Áður en parið sest fyrir framan hvorn sinn skjáinn verja þau góðum tíma yfir kaffibolla í stofunni. Þetta vistlega horn, skreytt minjagripum og listmunum sem þau hafa safnað í gegnum árin, skapar notalegt andrúmsloft fyrir innilegar stundir.
Hans Blomquist,
innanhússhönnuður
Hugmyndin um að opna heimilið fyrir vinum sínum spratt hér við borðstofuborðið. Stólarnir eru dásamlegir fyrir matarboð en síðri til að sitja á heilan vinnudag. Fólk gæti því komið með sinn eigin vinnustól og myndað þannig skemmtilega blöndu af stólum.
Jafnvægi milli einkalífs og vinnu getur verið margslungið, sérstaklega í smærra rými. Hans Blomquist, innanhússhönnuður IKEA, er með nokkrar nytsamlegar hugmyndir um hvernig hægt er að gera heimilið að skapandi vinnustað á daginn og notalegum stað fyrir slökun á kvöldin.
Fjarvinna þýðir töluverð skjávinna. Parið notar bókasafnið sitt til að lesa, rannsaka eða skrifa. Það er hljóðlátt skot, umvafið sögum, sem er fullkomið á milli fjarfunda.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn