Þegar kemur að góðu vinnuumhverfi skiptir máli að hafa gott skipulag, gott aðgengi að hlutunum og að rýmið sé snyrtilegt. Fyrirtækjaþjónusta IKEA aðstoðar fyrirtæki af ýmsu tagi við að velja húsbúnað, halda utan um pantanir og taka saman vörur svo eitthvað sé nefnt. Líftæknifyrirtækið Alvotech nýtti sér sérfræðiþekkingu fyrirtækjaþjónustunnar til að innrétta nýjar rannsóknarstofur í Klettagörðum sem verð í notkun á meðan nýtt rannsóknarhús er í byggingu í Vatnsmýrinni. Ásgeir hjá fyrirtækjaþjónustu IKEA sá um ráðgjöf við val á húsbúnaði og leiðbeiningar við skipulagningu rannsóknarstofanna. Á myndunum má sjá hvernig eldhúsinnréttingar voru notaðar til að skapa skilvirka og vel skipulagða vinnuaðstöðu fyrir vísindamenn í lyfjageiranum.
,,Eldhúsinnréttingar henta furðu vel í rannsóknarrými. Borðplötur voru sér smíðaðar og mun dýpri en við erum vön, ég varð því að gera ráð fyrir tómu rými fyrir aftan grunnskápa. - Ásgeir
 

Gott skipulag er lykilatriði. Hér eru hnífaparabakkar notaðar í skúffurnar til þess að halda smáhlutum til haga.
 

,,Þetta átti að vera einfalt en notendavænt. Ég hafði því sem mest af skúffum og góðar höldur sem krækjast ekki í sloppa og auðvelda aðgengi í skúffur og skápa. Þetta voru langar lengjur af skápum og mikið bil á milli skúffueininga fyrir vinnuaðstöðu starfsmanna. - Ásgeir
 

Rúmgóðir skápar með stillanlegum hillum henta fyrir geymslu stærri hluta.
 
Á enda innréttingarinnar eru hillur með vel merktum hirslukössum þar sem allt á sinn stað. 
 
Efri skápar með glerhurðum veita gott aðgengi þar sem innihald þeirra er vel sýnilegt og því hægt að grípa í það sem þarf. 
 

,,Við þurftum að innrétta rannsóknarstofurnar hratt og örugglega og halda kostnaði í lágmarki. Viðmót fyrirtækjaþjónustu IKEA var mjög gott og mikill sveigjanleiki. Afhendingartíminn var stuttur og það er mikill kostur að geta notað innlenda þjónustu. Verkefnið var unnið á miðju Covid-tímabilinu og mikið af einingum voru að klárast. Ásgeir náði að taka frá fyrir okkur helstu einingarnar og allt var afhent í tæka tíð. 

,,
Við erum mjög ánægð með afraksturinn og lítum á þetta sem hágæða innréttingar á mjög góðum kjörum. Þær hafa reynst okkur afar vel þá sex mánuði sem þær hafa verið uppi og við erum mjög bjartsýn með þessi tvö ár sem þær verða í notkun.

 
- Jón Valgeirsson, Alvotech
,Ég teiknaði upp rýmin og hannaði í sameiningu með Jóni hjá Alvotech. Ég sá um að halda utan um pöntunarferlið og aðskilja rýmin svo að viðskiptavinur þyrfti ekki að eyða dýrmætum tíma í að flokka vörurnar niður í hvert rými fyrir sig. Ég hef aðstoðað fyrirtæki með rannsóknarstofur áður en ekkert af þessari stærðargráðu, þetta var virkilega skemmtilegt og spennandi verkefni. Það er gaman þegar verkefnin eru fjölbreytt, það gefur nýja innsýn í þá ótal möguleika sem við höfum upp á að bjóða fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar. 

 
- Ásgeir, fyrirtækjaþjónusta IKEA

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X