Bættu smá glamúr við fögnuðinn með glæsilegum borðbúnaði og glitrandi skrauti. FRÖJDA línan er innblásin af gleðinni sem fylgir áramótum og sænskum vetri. Skapaðu ógleymanlega kvöldstund með vinum og fjölskyldu og skálaðu fyrir árinu sem er að líða, nýju upphafi – og verðmiðanum um leið!
Settu skemmtilegan blæ á veisluborðið með fallegum bökkum, skálum og kökustöndum. Hvort sem þú ert með pinnamat eða hnallþóruboð þá finnur þú rétta borðbúnaðinn hjá okkur.
Fallegur borðbúnaður, stílhrein hnífapör og glæsilegar servíettur geta sett punktinn yfir i-ið. Hvort sem þú ert að bjóða í hátíðarkvöldverð eða einfaldan mat með fjölskyldunni, þá finnur þú allt sem þú þarft hjá okkur til að gera stundina ógleymanlega.