„Hvernig er best að gera breytingar á heimilinu án þess að kostnaðurinn rjúki upp úr öllu valdi?“ Þegar innanhússhönnuðurinn Mia Gustafsson hannaði þessa djörfu fjölskylduíbúð var aðalmarkmið hennar að halda sig við ákveðna fjárhæð. Hér deilir hún nokkrum hagkvæmum hugmyndum bæði fyrir grunnþarfir og viðbótarhluti eins og lýsingu sem blása lífi í heimilið.

Undirstaðan er svört og hvít

Á þessu heimili ákvað Mia að fara alla leið með svarta og hvíta líti í öllum herbergjum heimilisins, allt frá húsgögnum að gólfi og jafnvel veggjum. Tískubylgjur koma og fara, en þessi klassíska litasamsetning stendur alltaf fyrir sínu, ár eftir ár.

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Máttur textíls

Til að fá mýkt í mótvægi við beinu línurnar og ferköntuðu húsgögnin er snjallræði að brjóta rýmið upp með mynstri og litum, Mia vann með mismunandi textíl á eins lágu verði og mögulegt var. Í stofunni blandar hún til dæmis saman mismunandi púðum á sófanum og raðar saman nokkrum TIPHEDE mottum úr endurunni bómull á gólfið.

Engin er eins og þú – ekkert heimili er eins og þitt

Eitt af fallegustu og frumlegustu hlutunum sem þú getur bætt við heimilið er þín persónulega saga – hana getur þú sýnt fyrir sama og ekkert. Mia notar hirslurnar til að sýna mismunandi safn af hlutum sem heimilisfólkinu þykir vænt um. Fjölskyldumyndir, hlutir sem fundust á nytjamarkaði, minjagripir og notaðir hlutir frá vinum og ættingjum veita heimilislega stemningu.

Síðast en ekki síst: Lýsing

Það sama gildir um sjálfur og að innrétta heimili ... góð lýsing skiptir öllu máli! Mia vill meina að ein vanmetnasta leiðin til að veita heimilinu upplyftingu er að blanda saman nokkrum ljósgjöfum með mismunandi tilgangi í öll herbergin. Eins og loftljós sem lýsir upp allt herbergið eða gólflampa til að varpa birtu yfir uppáhaldsstólinn þinn.

Taktu skref inn á annað heimili

Hliðstæðir heimar


Aftur efst
+
X