Jafnvel áður en barnið fæddist var lífið annasamt og flókið. Einhver ráð frá parinu? Ekki flækja hlutina. Lýsandi dæmi er eldhúsið; rólegt og notalegt rými sem búið er nánast eingöngu því allra nauðsynlegasta. Í skipulögðu hirslunum hafa þau allt sem þau þurfa til að útbúa einfaldar máltíðir, næla sér í snarl eða verðskuldaða kaffi- eða tepásu.

„Flísalagður eldhúsveggur þarf ekki að vera kuldalegur. Parið bætti við eldhúsbúnaði úr náttúrulegum efnum sem gefur heimilinu hlýlegan blæ.”

Hans Blomquist,
innanhússhönnuður

Með allt til reiðu

Hvað eiga vel skipulagðar skúffur og nýlagað eftirmiðdagste sameiginlegt? Þetta eru bæði litlir hlutir sem gera daginn aðeins notalegri og einfaldari fyrir nýbökuðu uppteknu foreldrana. Í eldhúsinu er álíka auðvelt að finna eitthvað snarl eins og að kalla fram bros hjá íbúunum. Eintóm hamingja!

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Geymt en ekki gleymt

Mikil óreiða getur verið yfirþyrmandi og því geymir parið flest eldhúsáhöld, borðbúnað og matvæli úr augsýn. Heill veggur með kolagráum skápum og skúffum sem geyma allt vel og vandlega á bak við skápaframhliðar úr endurunnu hráefni.

 

Skoða METOD línuna

Af hverju er bambus svona frábær?

Bambus er endingargott og fallegt hráefni. Hann vex hratt og það er auðvelt að rækta hann í alls konar veðráttu án mikils áburðar eða vökvunar. Í eldhúsinu birtist bambusinn í ýmsu formi, allt frá skurðarbrettum að eldhúsframhliðum – á verði sem kemur skemmtilega á óvart.

Taktu skref inn á annað heimili

Tími fyrir breytingar


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X