Fjölfarnir staðir á heimilinu, eins og þvottahúsið eða forstofan, enda oft í óreiðu þar sem skítugir skór eða fatahrúgur virðast taka yfir rýmið. Þetta sígilda heimili sýnir þér hvernig þú getur notað litlar og stórar hirslur til að létta á þessum svæðum.
Fólk eyðir yfirleitt aðeins mínútu eða tveimur í forstofunni en með því að setja smá vinnu í rýmið getur þú sparað þér mun meiri tíma til lengdar – og dregið fram bros í hvert sinn sem þú kemur heim. Sæktu þér innblástur í þessa forstofu með sólgulri hurð og hirslum sem nýta rýmið til fulls.
Stundum er hentugra að hafa stórar hirslur þó rýmið sé af skornum skammti. Þessi skápur fullnýtir breidd og hæð veggsins en er aðeins 30 cm á dýpt og tekur því lítið gólfpláss. Hann geymir allt frá spilum og íþróttagræjum að útifatnaði þegar hann er vel skipulagður með körfum og öðrum smáhirslum.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn