Fjölfarnir staðir á heimilinu, eins og þvottahúsið eða forstofan, enda oft í óreiðu þar sem skítugir skór eða fatahrúgur virðast taka yfir rýmið. Þetta sígilda heimili sýnir þér hvernig þú getur notað litlar og stórar hirslur til að létta á þessum svæðum.

Ánægjulegra umhverfi

Veggföst hirsla tekur þungann af þvottinum með blöndu af hillum, slám og skúffum. Með því að bæta við hörgardínum mýkist svæðið og auðvelt er að fela óreiðuna á augabragði. Þvottakarfa úr reyr og glerkrukkur færa rýminu sveitalegt yfirbragð og nýtast einnig sem hirslur fyrir óhreina þvottinn og þvottaefni.

Skoðaðu hirslur í þvottahúsið
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Með skipulagið á hreinu

Þvo, þurrka, strauja, skrúbba, sauma: Þú getur gert þetta allt í þessu litla þvottahúsi. Til að gera þetta raunhæft – og geta fundið bolinn sem þú varst í á þriðjudaginn – þarftu að koma öllu fyrir á sinn stað. Skúffur eru tilvaldar fyrir verkefni sem mega bíða og á einum veggnum eru snagar sem halda straujárninu reiðubúnu fyrir næstu krumpukrísu.

Skoðaðu vörur í þvottahúsið

Góðar móttökur

 

Fólk eyðir yfirleitt aðeins mínútu eða tveimur í forstofunni en með því að setja smá vinnu í rýmið getur þú sparað þér mun meiri tíma til lengdar – og dregið fram bros í hvert sinn sem þú kemur heim. Sæktu þér innblástur í þessa forstofu með sólgulri hurð og hirslum sem nýta rýmið til fulls.

Hvorki tími né pláss til sóunar

Það er sagt að meðalmanneskja eyði um 5.000 klukkustundum af ævinni í að leita að hlutum. Því getur þú rétt ímyndað þér hvað góð hirsla getur sparað þér mikinn tíma – og gremju. Flestar forstofur eru í litlu rými og því geta skógrindur og veggsnagar nýst á snjallan og hagkvæman hátt ásamt því að halda öllu sýnilegu og á sínum stað.

Skoðaðu snaga

Stór skápur með smáhirslum

Stundum er hentugra að hafa stórar hirslur þó rýmið sé af skornum skammti. Þessi skápur fullnýtir breidd og hæð veggsins en er aðeins 30 cm á dýpt og tekur því lítið gólfpláss. Hann geymir allt frá spilum og íþróttagræjum að útifatnaði þegar hann er vel skipulagður með körfum og öðrum smáhirslum.



Skoðaðu IVAR línuna
3 vörur
0 selected
HEMNES, bekkur með skóhirslu
Sjálfbærara efni
HEMNES
Bekkur með skóhirslu,
85x32x65 cm, hvítt

12.950,-

MULIG, fatahengi
MULIG
Fatahengi,
99x152 cm, hvítt

1.950,-

HÖVOLM, snagar
HÖVOLM
Snagar,
eik

2.290,-

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X