Fela og flagga: Hirslur um allt heimilið
Íbúðin er hönnuð fyrir borgarbúa með auðugt félagslíf. Hún greiðir leið fyrir fyrirvaralaus matarboð þar sem verðmætir hlutir eru til sýnis og annað falið. Hér er lítið pláss til að geyma hluti og því þarf að sýna útsjónarsemi – til dæmis með sófa sem getur geymt hvað sem er.
Situr þú á felustað?
Notaleg sæti eru nauðsynleg fyrir hversdagslega kvöldverði og spilamaraþonin sem eiga sér stað við borðstofuborðið. Ekki er verra ef þau geta einnig geymt hluti sem passa ekki í eldhússkúffurnar.
Skoðaðu PLATSA línuna
Deildu og drottnaðu yfir rýminu þínu
Opin rými virka betur þegar þeim er skipt niður í svæði. Sumar hirslur koma vel út sem skilrúm og nýtast að auki sem hirslupláss fyrir glös og leirtau.
Skoðaðu hillueiningar og skápa
Margar leiðir til að skreyta
Á þessu heimili er auðvelt að stilla fram skrautmunum, bókum og hlutum sem eiga skilið að vera í sviðsljósinu. Nokkrar opnar hillur búa til pláss fyrir fallega útstillingu og veggslá með snögum myndar gallerí með litríkum teikningum og ljósmyndum sem auðvelt er að skipta út.
Skoðaðu vegghillur
Fataskápur sem klæðir þig
Þegar tíska eða falleg föt skipta þig máli er nauðsynlegt að eiga nóg af skápaplássi. PAX fataskápar bjóða upp á margar leiðir til að skipuleggja plássið og sníða það eftir þínum þörfum.
Skoðaðu PAX línuna