Hugmyndir og gjafir fyrir fermingarbarnið
Fermingarleikur IKEA 2025
Ert þú að fara í fermingu eða þekkir þú einhvern sem er að fermast? Komdu við í versluninni og taktu þátt í fermingarleik IKEA og fermingarbarnið gæti unnið veglega inneign í IKEA.
Hugmyndir og gjafir fyrir fermingarbarnið
Fermingin markar mikilvæg tímamót í lífi barnsins. Fermingarbarnið fær að vera í aðalhlutverki og býður óþreyjufullt og spennt eftir þessum stóra degi sem það mun aldrei gleyma! Hér fyrir neðan finnur þú hugmyndir og góðar gjafir fyrir fermingarbarnið.
Fyrir bjarta framtíð
Hjálpaðu fermingarbarninu að láta ljós sitt skína. Sveigjanleg ljós eru tilvalin til að skreyta herbergið á persónulegan og skapandi hátt.
Skoðaðu alla lýsingu
Skoðaðu veislubæklinginn!
Allt fyrir veisluna! Fermingar, útskriftir, afmæli og fleira.
Borðleggjandi stemning!
Fallegur borðbúnaður, stílhrein hnífapör og glæsilegar servíettur geta sett punktinn yfir i-ið. Hvort sem þú ert að bjóða í hátíðarkvöldverð eða einfaldan mat með fjölskyldunni, þá finnur þú allt sem þú þarft hjá okkur til að gera stundina ógleymanlega.
Skoðaðu borðbúnað
Fyrir tískumeistarann
Í táningaherberginu er oft miklum tíma varið fyrir framan snyrtiborð. Þar er hægt að æfa nýjar hárgreiðslur og horfa á leiðbeiningar á samfélagsmiðlum á sama tíma eða jafnvel taka upp eigið myndband.
Berðu þig vel við að bera fram!
Settu skemmtilegan blæ á veisluborðið með fallegum bökkum, skálum og kökustöndum. Hvort sem þú ert með pinnamat eða hnallþóruboð þá finnur þú rétta borðbúnaðinn hjá okkur.
Skoðaðu kökudiska og bakka
Fyrir svefnpurkurnar
Gjöf sem missir aldrei marks! Fallegt sængurverasett gerir svefninn jafnvel meira freistandi og færir svefnherberginu karakter.
Skoðaðu öll sængurverasett
Fyrir tónlistarunnandann
Ferðahátalari hittir í mark enda frábær í ferðalagið, með vinum í garðinn, á ylströndina eða hreinlega hvert sem er.
Skoðaðu alla hátalara
Fyrir spilarann
Þó tölvuleikjaspilarar séu með hugann við leikinn þá er engu að síður mikilvægt að það fari vel um kroppinn. Gerðu aðstöðuna enn betri og þægilegri.
Skoða allt fyrir spilarann
Fyrir bókaunnandann
Að lesa bók er einstök leið til að slaka á og dreyma sig burt. Með góðum lestrarstól og mjúkri lýsingu verður lestrarhornið hlýlegt afdrep þar sem hægt er að sökkva sér í skemmtilegar sögur og spennandi fróðleik.
Fyrir bakarann
Hefur fermingarbarnið áhuga á bakstri? Gerðu því kleift að prófa sig áfram með réttu græjunum. Hver veit? Kannski færð þú að bragða á afrakstrinum einn daginn.
Skoða allar bökunarvörur