Gjafir fyrir fermingarbarnið
Fermingin markar mikilvæg tímamót í lífi barnsins. Fermingarbarnið fær að vera í aðalhlutverki og býður óþreyjufullt og spennt eftir þessum stóra degi sem það mun aldrei gleyma! Hér fyrir neðan finnur þú góðar gjafir fyrir fermingarbarnið.
Fyrir áhrifavaldinn
Í táningaherberginu er oft miklum tíma varið fyrir framan spegilinn. Með sniðugum símahaldara er hægt að æfa nýjar hárgreiðslur og horfa á leiðbeiningar á samfélagsmiðlum á sama tíma eða jafnvel taka upp eigið myndband.
Fyrir spilarann
Þó tölvuleikjaspilarar séu með hugann við leikinn þá er engu að síður mikilvægt að það fari vel um kroppinn. Gerðu aðstöðuna enn betri og þægilegri.
Skoða allt fyrir spilarann
Fyrir tónlistarunnandann
Ferðahátalari hittir í mark enda frábær í ferðalagið, með vinum í garðinn, á ylströndina eða hreinlega hvert sem er.
Skoðaðu alla hátalara
Gjöf sem endurspeglar fermingarbarnið
Það er líklega nóg um að vera hjá fermingarbarninu þar sem skóli, íþróttir og vinir taka drjúgan tíma. Gefðu tækifæri til að njóta augnabliksins og gera sig til í þægilegu umhverfi fyrir notalegan dag með góðum vinum.
Fyrir bjarta framtíð
Hjálpaðu fermingarbarninu að láta ljós sitt skína. Sveigjanleg ljósalengja er tilvalin til að skreyta herbergið á persónulegan og skapandi hátt.
Skoðaðu alla lýsingu
Fyrir bakarann
Hefur fermingarbarnið áhuga á bakstri? Gerðu því kleift að prófa sig áfram með réttu græjunum. Hver veit? Kannski færð þú að bragða á afrakstrinum einn daginn.
Skoða allar bökunarvörur
Fyrir svefnpurkurnar
Gjöf sem missir aldrei marks! Fallegt sængurverasett gerir svefninn jafnvel meira freistandi og færir svefnherberginu karakter.
Skoðaðu öll sængurverasett