Í ár fagnar IKEA áttræðisafmæli og til að fagna því veljum við nokkrar þekktar og vinsælar vörur úr fortíðinni og endurgerum þær í björtum glaðlegum litum og úr nýju hráefni. Nytillverkad línan hampar hönnunarstíl IKEA sem er einfaldur, hentugur og glettinn.

Nýklassísk hönnun

Við gerðum línu með vandlega völdum húsbúnaði úr fortíðinni sem kemur út í nokkrum hollum. Vörurnar hafa fengið nútímalega yfirhalningu sem grípur augað og færir heimilinu karakter. Hér er vörulína sem er, og verður alltaf, tímalaus.

Skoðaðu Nytillverkad línuna

„Við þorum að vera öðruvísi. Við getum skapað nýja stefnu með litum og skandinavískri hönnun.“

Karin Gustavsson
Hópstjóri vörueinkenna, IKEA of Sweden

Framtíðin er björt

Fyrstu vörurnar í Nytillverkad línunni einkennast af björtum litum og stílhreinum útlínum. Hér eru tvær sígildar vörur, plöntustandur frá 1957 ogfatastandur frá 1978, sem hafa fengið litríka uppfærslu sem grípur augað.

Ástkært hliðarborð snýr aftur

Fyrir lifandis löngu, eða árið 1956, kom eitt frægasta húsgagn IKEA á markaðinn: Dásamlegt hliðarborð sem kallaðist LÖVET. Nú snýr það aftur sem LÖVBACKEN í líflegum litum.

 

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Tengjum saman fortíð, nútíð og framtíð

Sumar vörurnar eru næstum jafn gamlar og IKEA – ótrúlegt en satt!Skoðaðu nokkrar vinsælar vörur sem hafa öðlast nýtt líf.

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Heiðarleg og einföld hönnun í 80 ár

Einfaldleiki hefur ávallt einkennt IKEA og fyrir þessa línu rekjum við upp rætur okkar og tileinkum okkur einfalda, hreina og beina hönnun. Sem dæmi má taka þessa staflanlegu kolla eða mínímalísku kertastjaka – heiðarlegri og einfaldari hönnun er erfitt að finna.

Geggjað grúv

Línan lifnar við með áberandi mynstrum og stílhreinum röndum úr fortíðinni eftir sænska textílhönnuðinn Sven Fristedt.

„Einfaldleiki hönnunarinnar – hvernig vörurnar líta út og geta hjálpað þér í daglegu lífi – er það sem gerir þessa línu einstaka.“

Johan Ejdemo
Deildarstjóri hönnunar, IKEA of Sweden


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X