Leggðu grunninn að endurnærandi rými sem er tilbúið fyrir hlýju, svefn og afslöppun með glæsilegu viðarrúmi eins og HEMNES rúminu okkar. Búðu um rúmið með rúmfatnaði og fullt af púðum í ljósum litum fyrir afslappandi og stílhreint yfirbragð. Bættu um betur með fallegu rúmtjaldi fyrir ofan rúmið sem gerir það enn draumkenndara.
Borð og stóll í björtu skoti geta skapað góðan stað til að slaka á í einu horni herbergisins. Stað þar sem þú getur notið þess að eiga rólega stund þegar rúmið er aðeins of afslappandi. Notaðu blómlega plöntu og skrifborðslampa til að lífga upp á rýmið og færa því karakter. Komdu þér svo vel fyrir með tebolla og góða bók, eða dagbókina. Sannkölluð himnasæla!
Þessi GULLABERG kommóða er góður staður fyrir það sem ekki á heima í fataskápnum og hér getur þú líka stillt upp uppáhaldshlutunum þínum. Færðu rýminu hlýlegan og persónulegan svip með minjagripum, ljósmyndum og öðru sem er í uppáhaldi. Kommóðan býr einnig yfir góðum kosti. Hún er með nýju öryggislæsingunni okkar sem hjálpar þér að draga úr hættunni á að hún falli fram fyrir sig.
Hvort sem þú vilt njóta útsýnisins eða fá næði frá utan að komandi áreiti þá gera lagskiptar gardínur gæfumuninn. Myrkvunarrúllugardínur skipta sköpum þegar þú ert að búa þig fyrir svefninn. Bættu svo við síðum hálfgegnsæjum gardínum til að draga úr birtu og veita þér næði að degi til – svo þú getir notið þín á öllum tímum dagsins.
Hér er hugmynd. Veldu þægilegan bekk til að setja við rúmgaflinn til að koma fyrir aukapúðunum sem lífga upp á rúmið á daginn en eru svo oft bara í reiðileysi á næturnar. Þessi fallegi TOLKNING bekkur með hirslu er góður staður fyrir púða á næturnar og þægilegt aukasæti á daginn.
Komdu svefnumhverfinu í rétt horf með góðri lýsingu og fersku lofti. Vertu með hlýlega birtu nálægt rúminu þegar líður að háttatíma og kveiktu á lofthreinsitækinu. Snjallinnstungur geta bætt venjulegum lampa í hóp snjallvara í IKEA Home smart appinu þar sem þú getur stillt á réttu stemninguna á auðveldan hátt. Innfelld lýsing í skápum og skúffum auðvelda þér að finna það sem þú þarfnast – sérstaklega nytsamlegt þegar þú ferð fyrr á fætur en makinn og vilt ekki trufla hann.
Góðar hirslur og vel úthugsaðir persónulegir munir færa rýminu persónulegan svip og styðja við svæði sem ætluð eru til þess að sofa og slappa af. Hangandi rúmtjald og nokkur lög af rúmfötum umbreyta rýminu í notalegt athvarf sem gott er að koma að í lok dags, hvernig sem hann hefur gengið
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn