Svart borðið á sér félaga; JÄTTESTA hillueiningu í sama stíl. Þar er gott pláss fyrir borðbúnað sem er í mikilli notkun ásamt hlýlegu skrauti – og til hliðar eru aukasæti til að grípa í.
Þótt borðstofur séu aðallega hugsaðar fyrir málsverði eru þær einnig staður fyrir almenna samveru. Grágrænu IVAR skáparnir geyma allt það nauðsynlegasta, og hlutirnir sjást í gegnum netið á hurðunum. Undir skápunum er slá fyrir ýmsa hluti sem gott er að hafa við höndina.
Það er engin furða að vinir og ættingjar flykkist í heimsókn í þessa notalegu borðstofu. KYRRE kollar koma sér vel þegar bætist í hópinn. Þeir passa við stílinn og staflast vel. Gestirnir fá bestu sætin!
SALNÖ stólar og bekkur úr reyr slá tóninn í þessari borðstofu með náttúrulegum trefjum og þægilegum litatónum. Til að auka enn frekar á þægindin getur þú bætt sessum við.
Nokkrir kollar í nálægum stafla eru góð lausn fyrir aukagesti. Einnig getur verið gott að vera með STIGBYGEL skrifborðsstól við borðið, hann er afar þægilegur til að sitja lengi í og fullkominn fyrir langar gæðastundir, hann passar líka vel við hin húsgögnin.
Á ögurstundu kemur sér vel að vera með hjólavagn til að ferja mat og annað að borðinu og gera þannig matarveisluna auðveldari – hann fer einstaklega vel við svörtu húsgögnin í borðstofunni.
Það er auðvelt að gleyma sér á góðum stundum við matarborðið – borðið er í andstæðum stíl við stólana og er góður bakgrunnur fyrir fallegar máltíðir og dásamlega rétti. Verði öllum að góðu!
Stíllinn hér getur ekki klikkað; andstæður mætast í ljósum reyr og dökkum húsgögnum. Sniðugar hirslur, svo sem hillueining, skápar og slár, færa rýminu sveigjanleika. Vefnaðarvörur veita hlýju og þægindi og allt þetta skapar borðstofu sem dregur gesti að.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn