Dreymir þig um nútímalega stofu í skandinavískum stíl sem gerir sem mest úr litlu rými? Sniðugar hirslur á borð við furuskápa sem hylja heilan vegg halda óreiðunni í skefjum. Sveigjanleg húsgögn eins og einingasófi skapa afslappað athvarf þar sem fjölskyldan getur átt notalegar samverustundir.

Sófi í sínu besta formi

Þægilegu LILLEHEM sófarnir eru samsettir úr einingum. Þannig getur þú raðað saman einingum til að skapa sófann sem hentar bæði þér og rýminu – jafnvel þó plássið sé af skornum skammti. Svo getur þú breytt honum ef þú vilt breyta til og fríska upp á stofuna..

Skoðaðu LILLEHEM línuna

Hirslur í skandinavískum stíl sem koma reiðu á rýmið

IVAR einingar veita gott hirslupláss á bak við lokaðar hurðir. Þessir skápar hafa fengið smá yfirhalningu með máluðum hvítum röndum. Karfa heldur utan um notaleg teppi og púða. Ljós og náttúruleg efni á borð við bambus og furu – sem eru bæði sterk og einföld hráefni – færa rýminu skandinavískan stíl.

Skoðaðu skipulagsvörur

Fleiri leiðir til að geyma hlutina

Færðu rýminu mýkt

Stofan er lítil en það er þó pláss til að slaka á og hafa gaman saman. Aukavefnaðarvörur eins og púðar, skemmtileg ODDNY púðaver og VALLKRASSING teppi skapa hlýlegt andrúmsloft. Handofin RASTPLATS ullarmotta færir gólfinu mýkt og því er þægilegra að sitja og leika.

Skoðaðu vefnaðarvöru

Þægindi og stíll á augabragði

Hér eru nokkrar vefnaðarvörur í skandinavískum stíl. Njóttu!

Skoðaðu vefnaðarvöru

Endurnærandi

Ljós viður og hvítir náttúrulegir eiginleikar eru stór hluti af nútímalegu, skandinvaísku yfirbragði. POÄNG hægindastóll er einmitt í þeim stíl og býður upp á notalegt og þægilegt sæti. Hvítar gardínur og hillur skapa frísklegt útlit og blómavasarnir eru á efstu hillu – þar sem litlir fingur ná ekki til.

Skoðaðu hægindastóla

Lítið en nógu stórt – sveigjanlegt rými fyrir öll

Stofan er lítil en þó er nóg pláss fyrir öll. IVAR einingar veita hirslupláss til að halda reiðu á stofunni og ljós viðurinn færir henni skandinavískt yfirbragð. Stór geómetrísk mynstur á RATSPLATS mottu lífga upp á rýmið. Sveigjanleg húsgögn eins og LILLEHEM einingasófi eða GLADOM bakkaborðið auðvelda þér að laga stofuna að tilefninu.

 

Skoðaðu sófa

Skoðaðu sófa

Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X