Viltu nútímalegt eldhús með náttúrulegu yfirbragði? Möttu grágrænu NICKEBO framhliðarnar skapa hlýlegt andrúmsloft með stílhreinum línum sem auðvelt er að gera að sínu með hnúðum, höldum og aukahlutum. Felliborð úr ljósum við í skandinavískum stíl býður upp á hirslupláss og sæti fyrir tvö.

Grunnmynd af eldhúsi

Litla eldhúsið býður upp á frábært vinnuflæði á milli kæliskáps, vinnuborðs, vasks og ofns. L-laga eldhús er tilvalið í opið rými og tengir saman eldhúsið og stofuna án þess að mynda flöskuháls.

 


Innbyggð heimilistæki fyrir stílhreinna útlit

Falið en þó fyrir allra augum – HÅLLNÄS kæliskápur með frystihólfi er í lágum skáp með eins framhlið og er á öðrum skápum og skúffum í eldhúsinu. Skápur í sömu hæð geymir ofn og örbylgjuofn með sömu snyrtilegu hönnun sem gerir eldhúsinu kleift að falla inn í heimilið. Stílhreint og einfalt, rétt eins og NICKEBO framhliðarnar.

 

Skapandi lausnir til að fá sem mest úr eldhúsinu

Er heimilið undir súð? Ekkert mál. Fylgdu flæðinu og arkítektúrnum með METOD skápum í ólíkum hæðum sem fullnýta veggplássið. Slá með snögum fyrir ofan eldhúsborðplötu og vegghilla hjá helluborðinu koma sér vel fyrir smáhluti og innvols í skúffum halda góðu skipulagi á eldhúsáhöldunum.

Lítið borð með stórt hlutverk

RESARÖ felliborðið er sveigjanlegt og einstaklega sniðugt. Settu hliðarnar upp til að undirbúa matinn, borða eða til að bera fram snarl – felldu þær niður til að spara pláss. Hillurnar á hliðunum halda hlutunum aðgengilegum.

Grágrænir eldhússkápar með góðu hirsluplássi

L-laga grágrænt eldhús með nútímalegu og stílhreinu yfirbragði með möttum NICKEBO eldhúsframhliðum. METOD skáparnir eru sem hannaðir í rýmið og rúma helstu eldhúsgræjurnar þannig að eldhúsið heldur snyrtilegu heildarútliti. Litla eldhúsið býr yfir sveigjanlegum og sniðugum lausnum fyrir eldamennskuna, matmálstíma og félagsskap.

 


Steldu stílnum

Skoðaðu fjöldann allan af eldhúsum í ólíkum stíl- og verðflokkum.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X