Sígildur japanskur og skandinavískur stíll myndar mínimalískt yfirbragð á HAVBÄCK baðherberginu sem leggur upp úr einfaldleika og þægindum. Mildir og hlýlegir litir í bland við opnar og lokaðar hirslur færa litlum baðherbergjum fallegt og afslappað útlit.

Sniðugar leiðir til að spara pláss

Stílhreint útlit og gott skipulag í einni vöru: FAXÄLVEN spegillinn er með innbyggðri lýsingu og hillu fyrir nauðsynjar. Er smá pláss við hliðina á hurðinni? Settu upp snaga og búðu til pláss fyrir handlæði og skartgripi.

 


Innri ró með innra skipulagi

Segðu bless við troðfullar skúffur sem virðast gleypa hlutina þína. Þegar snyrtivörunum er raðað í VISSLAÅN kassa finnur þú allt sem þú þarft á augabragði. Dökkt, gegnsætt plastið auðveldar þér að sjá innihaldið og þú getur fært innleggin til þannig að þau henti hlutunum þínum.

 

Skoðaðu kassa og körfur fyrir baðherbergið

Skoðaðu kassa og körfur fyrir baðherbergið

Lítil baðherbergi kalla á sniðugar hugmyndir

Snagar eru hógværar hirsluhetjur. Hurðasnagar koma sér vel fyrir baðsloppa og snagar á slám nýtast fyrir litla hluti sem þú vilt hafa innan handar en ekki uppi á vaskaborði. Þessar hagstæðu hetjur umbreyta baðherberginu í notalegt athvarf. (Bættu við vatnsheldum Bluetooth-hátalara til að slá rétta tóninn.)

Bjóddu náttúrunni inn

Bambus – þarf að segja meira? Náttúrulegt og endingargott efni sem þolir raka og færir hvaða rými sem er hlýlegt andrúmsloft. RÅGRUND hillueining er með rými fyrir bæði stór handklæði og litlar hirslur (úr bambus að sjálfsögðu). Grein í KONSTFULL blómavasa kallar fram ímynd af fallegum japönskum garði.

Lítið baðherbergi í mínimalískum stíl

Blanda af japönskum og sígildum skandinavískum stíl myndar hentugt, einfalt og stílhreint útlit. HAVBÄCK baðherbergishúsgögn ásamt hillueiningu úr bambus skapa afslappað rými með hentugri samsetningu af opnum og lokuðum hirslum.

 


Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X