Súðin reynist fólki oft áskorun Við lítum þó á hana sem tækifæri. LACK hillur smellpassa og koma einstaklega vel út. MICKE skrifborðið fyllir út í rýmið og fullnýtir plássið.
Þó snúrum fari fækkandi þá eru þær enn ómissandi hluti af raftækjum og því nauðsynlegt að koma á góðu snúruskipulagi. HAVSKÅL snúruhaldarar eru þér – og snúrunum – til halds og trausts. Sniðug lítil lóð sem halda snúrunum á sínum stað og lífga upp á skrifborðið um leið.
Hvernig væri að breyta herberginu í stóran fataskáp? Fataslá sparar pláss og skartar fallegum fötum og hentugir fatakassar sjá um annað.
Þegar þú hefur fundið lausnina fyrir fötin þín vantar aðeins spegil og veggfastan skrifborðslampa til að kóróna fatarýmið. Þú finnur fötin á augabragði og sérð útkomuna í réttu ljósi.
LYCKSELE svefnsófinn er þinn griðastaður. Hann skapar rými til að hlusta á tónlist, slaka á eða jafnvel læra.
Þegar dagurinn er að enda kominn þarf einfaldlega að rétta úr sófanum og stofan verður að svefnherbergi. OLSERÖD hliðarborðið er fartölvuborð á daginn en nýtist sem náttborð á kvöldin (SKÅDIS minnistaflan geymir hlutina á daginn). Það eina sem vantar er að velja lagalista eða þátt til að koma sér niður fyrir svefninn.
Herbergið er sannarlega fallegt og notalegt en aðalstyrkleiki þess er hvernig það lagar sig að verkefnum dagsins. Það breytist auðveldlega úr stofu í svefnherbergi með góðri námsaðstöðu, fatahirslu, gardínum, skrifborðsljósi og hangandi ljósaperum. Allt tengist og er í fullkomnum samhljómi.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn