Það getur verið áskorun að hanna herbergi sem svarar þörfum ungra barna, sérstaklega þegar um ræðir tvíbura. Huga þarf að öryggi, góðu hirsluplássi og að herbergið bjóði upp á leik og hvíld. Hér er litríkt barnaherbergi með fjölhæfum húsgögnum og sérstökum svæðum sem auðvelda börnum að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn.

Rúmföt fyrir fjöruga krakka

Skemmtileg rúmföt gera kvöldstundina enn eftirsóknarverðari með fígúrum sem leiða börnin áfram í draumaheim. Líkt og annar barnavefnaður eru rúmfötin mjúk viðkomu og innihalda engin efni sem gætu verið skaðleg barninu. Bómullar- og viskósablandan hrindir frá sér raka og færir börnunum værari svefn.

Skoðaðu barnarúmföt

Gleðin heldur áfram í ávaxtastundinni

GRÖNFINK diskamottan heldur fjörinu gangandi með skemmtilegum myndum af alls konar dýrum og hlutum, allt frá íkornum, maríubjöllum og sveppum að rjómaís, blöðrum og fleiru. Lífleg viðbót við ávaxtastundina og ver borðið fyrir klístruðum mat og fingrum.

 


Þeirra hirsla eftir þeirra höfði

Þegar börn geta sjálf nálgast dótið sitt styrkist sjálfstæði þeirra og sjálfsöryggi – og það léttir á foreldrunum um leið! Hirslur í réttri hæð eru öruggar, auðvelda þeim að velja leikföng og ganga frá eftir sig.

Skoðaðu TROFAST

Leikföng fyrir öll þroskastig

Skoðaðu leikföng

Sniðug fatahirsla

Í hverju vilja þau vera í dag? Fatahirsla sem geymir fötin á aðgengilegum stað fyrir börn auðveldar þeim að velja fötin og stuðlar að sjálfstæði. Blanda af hillum og herðatrjám gefur þeim betri skilning á skipulagi og þegar fötin eru snyrtlega frágengin er meira pláss og tími fyrir leik og gleði.

Skoðaðu hirslur fyrir börn

Svefnhamur

Með því að halda þig við sömu kvöldrútínu verður auðveldara fyrir þig að koma börnunum í ró fyrir svefninn. Leyfðu þeim að velja handklæði til að fara í eftir baðið svo þau fái að taka þátt í ákvörðunum sem varða þau sjálf. Hafðu rúmfötin í stíl við handklæðin til að skapa töfrandi svefnumhverfi sem börnin hlakka til að kúra í.

 

Skoðaðu baðvörur fyrir börn

Skoðaðu baðvörur fyrir börn

Rými til að vaxa, þroskast og eflast

Skapaðu fallegt rými í skandinavískum stíl sem eflir sköpun, sjálfstæði og þroska barnanna. Skiptu herberginu upp í nokkrar stöðvar til að búa til hentug svæði og efla sjálfstæði. Með því að hafa barnarúmin í sitthvorum enda herbergisins verður til flæðandi rými þar sem börnin geta leikið sér saman og svo hafa þau sitt eigið athvarf þegar þau vilja kjarna sig.

 

Skoðaðu húsgögn fyrir börn

Skoðaðu húsgögn fyrir börn

Steldu stílnum

Skoðaðu fleiri hugmyndir fyrir barnaherbergi

Fáðu innblástur og skoðaðu fjöldann allan af hugmyndum fyrir barnaherbergi


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X