Með því að huga vandlega að hönnun barnaherbergisins kemst þú hjá því að gera stórar breytingar þegar barnið eldist. Veldu einföld húsgögn sem hægt er að aðlaga eftir þörfum, svo sem skrifborð sem hægt er að hækka og fjölbreyttar hirslur, í tímalausum lit og stíl. Þannig skapar þú rými fyrir leik, svefn og nám.

Fjölhæft húsgagn

Með rúm í notalegu skoti fær barnið sitt pláss til að slaka á og hvílast og svo er auðvelt að breyta til þegar barnið eldist og þroskast. Rúm með hirslum er sérlega sniðugt í litlu herbergi og heldur vel utan um mikilvægustu hlutina.

Skoðaðu barnarúm

Skrifborð sem heldur í við barnið

Með skrifborði sem hægt er að aðlaga eftir aldri og áhugamálum barnsins er hægt að sinna heimanáminu á sama stað og það lék með leir eða legó áður. Ýmsar smáhirslur skapa rými fyrir uppáhaldshlutina – og síðan heimanámið þegar kemur að því.

Skoðaðu RELATERA

Fyrir minnismiða eða verðlaunagripi

SKÅDIS hirslutaflan er frábær lausn við skrifborðið því auðvelt er að breyta henni eftir þörfum. Hægt er að bæta við snögum, körfum, ílátum og klemmum eftir því hvað hentar, svo sem til að hengja upp verðlaunapeninga, minnismiða eða stundatöflur. SKÅDIS taflan er stílhrein og því eru það hlutir barnsins sem setja stílinn.

 

Skoðaðu SKÅDIS línuna

Skoðaðu SKÅDIS línuna

Hirslutafla með aukahlutum heldur vel utan um

Hlutirnir breytast en hirslurnar ekki

TROFAST kassar geta fengið nýtt hlutverk eftir því sem barnið eldist. Kassar sem voru notaðir undir dót breytast í fatahirslu – þeir sem eru úr neti sýna innihaldið vel. Plastkassar geta geymt hluti sem eiga að vera úr augsýn, því innihaldið sést ekki.

Skoðaðu TROFAST

Hvar eiga hlutirnir að hanga?

Einfaldir snagar sem auðvelt er að hengja upp, líkt og BÄRFIS snagar á hurð, setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að því að geyma föt og hluti barnsins. Misháir snagar breyta hurð barnaherbergisins í góða hirslu fyrir slopp, töskur og föt. Stillanlegir snagar geta fylgt barninu þegar það stækkar.

 

Skoðaðu hirslutöflur og snaga

Skoðaðu hirslutöflur og snaga

Gardínur sem styðja við góðan svefn

Tvö lög af gardínum geta hjálpað þér að skapa góðar svefnvenjur. Rammaðu gluggann inn með fallegum gardínum og bættu svo við myrkvunarrúllugardínum til að fá betri stjórn á birtunni. Þetta auðveldar þér að sofna á kvöldin og hindrar að geislar sólarinnar veki þig allt of snemma.

 

Skoðaðu gardínur

Skoðaðu gardínur

Herbergi með góða aðlögunarhæfni

Einföld, skandinavísk hönnun, fjölhæf húsgögn og hirslur sem auðvelda tiltekt fyrir háttinn – allt þetta gerir barnaherbergið að rými sem hægt er að breyta á einfaldan hátt. Þegar barnið hættir að hafa áhuga á íþróttum er auðvelt að setja herbergið í annan búning. Allt sem þarf eru ný rúmföt, smá málning og nýjar gardínur. Það er engin þörf á að skipta út húsgögnunum!

 

Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X