Það er ekki alltaf hlýtt úti en hér inni er ávallt hlýlegt. Aukahlutir og skreytingar í hlýjum litatónum láta öllum líða vel hér, líka mjúkdýrunum. Börn og fullorðnir fá sitt rými, en eru samt í sama herbergi. Notaleg hola fyrir fullkomna hvíld.

Það þarf ekki mikið pláss til að skapa, bara tíma

Besta leiðin til að tengjast börnunum er að skapa eitthvað saman. Hvenær gafstu þér síðast tíma í að mála eða teikna? Það er gaman og gefandi að prófa sig áfram í listinni, einu sinni á dag kemur skapinu í lag! Láttu ljós þitt skína og finndu þinn innri listamann.

 

Skoðaðu MÅLA línuna

Skoðaðu MÅLA línuna

Það lítur kannski út eins og lítið skrifborð en er í raun heill heimur af hugmyndum

Skapaðu þinn eigin hugarheim. Stað þar sem ímyndunarafl og sköpunarkraftur á sér engin takmörk. Bestu hugmyndirnar verða oft til í litlum höndum við lítið borð.

Skoðaðu borð fyrir barnaherbergi

Penslar og litir opna töfrandi heim með hjálp ímyndunaraflsins!

Skoðaðu skapandi vörur

Litlu dýrmætu augnablikin from

Hægindastóll og handbrúða eru góð byrjun á sögustund. Mjúk ugla er góður vinur, hún hlustar og huggar. Með smá hjálp frá lítilli hönd getur hún blakað vængjunum án þess þó að hún fljúgi burt. En ef hún heyrir einhvern geispa flögrar hún upp í rúm til að hlusta á endann á sögunni. Þá er gott að fylgja henni í draumalönd.

 


Öll saman í undirbúningi fyrir háttinn

Samverustundir fyrir háttinn eru sannkallaðar gæðastundir. Á meðan eitt ykkar gerir rúmin tilbúin fyrir svefn getur verið að aðrir í fjölskyldunni þurfi rétt að klára leikinn. Það sem mestu máli skiptir er samveran.

 

Skoðaðu svæði foreldranna

Skoðaðu svæði foreldranna

Notalegt rúm fyrir allt og öll

Það er auðveldara að sofa vitandi af öllum öruggum í notalegu rúmi. Þetta á við um fullorðna fólkið ... en líka fleiri. Er einhver að kjökra í dúkkurúminu? Þá má sko alveg koma upp í stóra rúmið. Það sama gildir um alla fjölskyldumeðlimi.

Notalegheit í hverju horni

Svefnherbergið er persónulegasta rýmið á heimilinu, en þú getur samt deilt því með allri fjölskyldunni. Galdurinn er að búa til svæði fyrir hvern og einn ásamt vel úthugsuðum hirslum. Í SUNDVIK línunni eru barnahúsgögn sem eru í sama stíl fullorðinshúsgögnin!

 

Skoðaðu SUNDVIK línuna

Skoðaðu SUNDVIK línuna

Steldu stílnum

Fáðu innblástur og skoðaðu fjöldan allan af hugmyndum fyrir barnaherbergi


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X