Besta leiðin til að tengjast börnunum er að skapa eitthvað saman. Hvenær gafstu þér síðast tíma í að mála eða teikna? Það er gaman og gefandi að prófa sig áfram í listinni, einu sinni á dag kemur skapinu í lag! Láttu ljós þitt skína og finndu þinn innri listamann.
Hægindastóll og handbrúða eru góð byrjun á sögustund. Mjúk ugla er góður vinur, hún hlustar og huggar. Með smá hjálp frá lítilli hönd getur hún blakað vængjunum án þess þó að hún fljúgi burt. En ef hún heyrir einhvern geispa flögrar hún upp í rúm til að hlusta á endann á sögunni. Þá er gott að fylgja henni í draumalönd.
Samverustundir fyrir háttinn eru sannkallaðar gæðastundir. Á meðan eitt ykkar gerir rúmin tilbúin fyrir svefn getur verið að aðrir í fjölskyldunni þurfi rétt að klára leikinn. Það sem mestu máli skiptir er samveran.
Svefnherbergið er persónulegasta rýmið á heimilinu, en þú getur samt deilt því með allri fjölskyldunni. Galdurinn er að búa til svæði fyrir hvern og einn ásamt vel úthugsuðum hirslum. Í SUNDVIK línunni eru barnahúsgögn sem eru í sama stíl fullorðinshúsgögnin!
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn