Stílhrein og vel skipulögð þvottaaðstaða í hvítum og léttum stíl kemur vel út á litlu baðherbergi. Það er ótrúlegt hvað snjöll hirsla, slár og hillur geta skapað góða og snyrtilega aðstöðu og einfaldað verkið.

Léttu á baðherberginu

Er þvottaaðstaðan í litlu horni inni á baðherberginu? Notaðu rýmið fyrir ofan þvottavélina til að halda snyrtilegu skipulagi og hengja upp skyrtur og boli til þerris. Hvítar slár og nett herðatré fullnýta veggplássið án þess að íþyngja baðherberginu.

Skoðaðu fataslár

Sigraðu þvottafjallið

Þegar þvottaaðstaðan er inni á litlu baðherbergi er lykilatriði að hafa hentuga veggfesta hirslu. Aðgengilegt, ljóst og nútímalegt – grind rammar inn þvottavélina og færir þér tvær aukahillur og geymslupláss fyrir þvottanauðsynjar. Þannig nýtist plássið til hins ýtrasta og þvotturinn verður leikur einn.

 


Fegurð og notagildi í sama rými

Með smá sköpunarkrafti getur þú skipulagt rýmið þannig að það sé bæði fallegt og hentugt. Þurrkgrind hengd upp á vegg tekur lítið pláss og er auðvelt að taka í sundur og færa á milli staða. Stilltu upp glerkrukkum og settu handklæði á slárnar til að fegra rýmið.

Skoðaðu þurkgrindur

Hvítt baðherbergi með róandi andrúmslofti

Lítið baðherbergi getur séð um þvottinn en samt verið notalegur staður. Þegar hver hlutur á sér stað í kössum, á hillum og í skúffum er auðveldara að finna þá. Hafðu baðherbergið hvítt í grunninn og bættu við svörtum smáhlutum til að lífga upp á það.

 


Snyrtileg þvottaaðstaða í fullkomnum samhljómi

Þessi samsetning býður upp á opna hirslu sem skapar létt yfirbragð og betra aðgengi – mjög hentugt og vel skipulagt. Hvítar hillur, flísar og glerkrukkur fríska upp á rýmið. Hvern hefði grunað að þvottaaðstaða gæti veitt svo mikla gleði?

 

Skoðaðu ENHET baðherbergi

Skoðaðu ENHET baðherbergi

Steldu stílnum

Skoðaðu fjöldann allan af þvottahúsum í ólíkum stíl- og verðflokkum.

 

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X