Þegar þvottaaðstaðan er inni á litlu baðherbergi er lykilatriði að hafa hentuga veggfesta hirslu. Aðgengilegt, ljóst og nútímalegt – grind rammar inn þvottavélina og færir þér tvær aukahillur og geymslupláss fyrir þvottanauðsynjar. Þannig nýtist plássið til hins ýtrasta og þvotturinn verður leikur einn.
Lítið baðherbergi getur séð um þvottinn en samt verið notalegur staður. Þegar hver hlutur á sér stað í kössum, á hillum og í skúffum er auðveldara að finna þá. Hafðu baðherbergið hvítt í grunninn og bættu við svörtum smáhlutum til að lífga upp á það.
Þessi samsetning býður upp á opna hirslu sem skapar létt yfirbragð og betra aðgengi – mjög hentugt og vel skipulagt. Hvítar hillur, flísar og glerkrukkur fríska upp á rýmið. Hvern hefði grunað að þvottaaðstaða gæti veitt svo mikla gleði?
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn