Mjúkur og notalegur vefnaður hjálpar til við að skapa rólega morgna. Mildir litir stuðla að friðsæld og vellíðan. Gardínur nýtast á ýmsa vegu – búðu til fataherbergi með því að nota gardínur sem skilrúm. Mjúkt og hlýlegt skilrúm.
Stundum er gott að hafa rými út af fyrir sig þar sem þú getur hugað að áhugamálinu eða skrifað í dagbók. Hér er skrifborð sem býður upp á einmitt það. Að auki er það með spegli og nýtist því einnig sem snyrtiborð. Það er hluti af HAUGA línunni og er því í stíl við skápinn.
Notaleg dýna og koddi sem henta þínum svefni geta haft úrslitaáhrif á hvernig þér líður á morgnana. Eftir góðan nætursvefn vöknum við endurnærð og til í daginn – og erum þá mun ólíklegri til að ýta á snús-takkann. Hvort sem þú sefur á hliðinni, bakinu eða maganum þá erum við með dýnu fyrir þig í úrvalinu okkar.
Skipuleggðu svefnherbergið þannig að það henti morgunrútínunni.Hugsaðu út í hvert smáatriði til að auðvelda þér að takast á við daginn, allt frá góðum svefni að fatavali. Notaðu síðan blöndu af vefnaðarvörum og veggfóðri til að skapa stílinn sem lokkar þig á fætur á hverjum degi.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn