Svefnherbergi er auðvitað fyrir svefn en það getur einnig verið staður til að slaka á. Ein leið til að finna hugarró þegar þú þarft á því að halda er að innrétta svefnherbergið þannig að það sjálfkrafa hægir á lífinu í hvert sinn sem þú stígur inn í það.

Viltu endurnýja svefnherbergið? Fáðu þér nýjar gardínur!

Við þekkjum flest hvaða áhrif það hefur að þrífa gluggana og því getur þú rétt ímyndað þér hvað nýjar gardínur geta gert. Sérstaklega þegar gardínurnar búa yfir ólíkum eiginleikum. Myrkvunargardínur loka úti birtu sem hjálpar þér að sofa lengur. Gegnsæjar gardínur mýkja birtuna í herberginu og færa þér næði frá umheiminum. Svo eru það hálfgegnsæjar SANELA gardínur sem færa rýminu glæsilegt yfirbragð, dempa hljóð og birtu.
 


Suss ... ekki trufla

Þegar mikið er um að vera er gott að geta leitað í athvarf sem fær þig til að slaka á. Hér eru tveir FRYKSÅS skápar sem sjá um að fela hluti á bak við fallegar framhliðar. Vel valdir litir, notalegur stóll, mjúk lýsing og nokkrar góðar bækur bæta um betur. Þannig verður til rými fyrir slökun, hvort sem þú vakir eða sefur.
 


Hitastig ljóss

Lýsing getur haft eins mikil áhrif á heimilið og sólin eða rigning hefur á náttúruna. Innandyra er það þó í þínum höndum að breyta „veðrinu“. Einfaldasta leiðin er að skipta yfir í TRÅDFRI snjallljósaperu. Þú getur notað fjarstýringu til að stilla lýsinguna þannig að hún sé köld eða hlý – allt eftir skapi og tíma dags. Nýr lampi er eins og uppfærsla á sólinni!
 


Alls konar huggulegheit

Það eru margar leiðir til að færa svefnherberginu mýkt og þægindi, bæði í rúminu og í kringum það.

Persónulegur svefn

Rúmið er líklega eitt það persónulegasta sem þú átt og því er eins gott að það sé eftir þínu höfði. Þá erum við einnig að tala um rýmið í kringum rúmið og að auki tímann áður en þú ferð upp í og eftir að þú kemur á fætur. Ertu með gott lesljós? Mjúka mottu við rúmið? Hvernig er hitastigið í herberginu? Er bókin á sínum stað? Vertu viss um að allt sé eins og það á að vera – svefninn er í húfi!

 

Skoðaðu borðlampa

Skoðaðu borðlampa

Hreinlæti er meira en útlit – það er tilfinning

Sú tilfinning er auðveldlega aðgengileg með STARKVIND lofthreinsitæki. Stílhreint útlitið gerir það að verkum að tækið fellur inn í rýmið, þó síar það 99,5% af ögnum sem finnast í loftinu, ryk og frjókorn. Það hentar vel í svefnherbergið því þú getur stillt það á hljóðláta stillingu á meðan þú sefur.
 


Sérsniðið að þér og þínum stíl

Þú getur breytt næstum öllum opnum rýmum í fataskáp sem auðveldar þér að hafa þig til á augabragði. Með nokkrum tegundum af KOMPLEMENT innvolsi getur þú sniðið PAX fataskápinn að hlutunum þínum. Þannig færðu allt það hirslupláss sem þú þarft án þess að það komi niður á afslöppuðu yfirbragði rýmisins.

 

Skoðaðu PAX fataskápa

Skoðaðu PAX fataskápa

Tímaferðalag

Heimurinn er ekki fullkominn en stundum er nóg að svefnherbergið sé það. Um leið og þú stígur inn í svefnherbergið getur þú dregið djúpt inn andann, fundið fyrir mýktinni undir iljunum, fengið þér sæti og lokað augunum í stundarkorn. Svolítið eins og þú sért að ferðast aftur í tímann þegar farsímar voru ekki til, minna stress og meiri tími til að einfaldlega vera. Staldraðu við!

 

Skoðaðu bólstruð rúm

Skoðaðu bólstruð rúm

Steldu stílnum

Skoðaðu fjöldann allan af svefnherbergjum í ólíkum stíl- og verðflokkum.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X