Reyrhliðin á FRYKSÅS skrifborðinu veitir gott næði en á sama tíma tengir hún skrifborðið við restina af stofunni. Skrifborðið kemur vel út með öðrum húsgögnum og hlutum úr reyr eða ljósum við og færir rýminu afslappað yfirbragð.
Hvort sem skrifborðskrókur er notaður fyrir áhugamál, pappírsvinnu eða nám þá er einnig mikilvægt að hann bjóði upp á afslöppun. Þar sem aðstaðan er staðsett í stofunni er auðvelt að skipta um gír og taka sér pásu þegar hentar.
Þegar borðplássið á skrifborðinu er af skornum skammti er stórsnjallt að velja vörur sem þjóna fleiru en einu hlutverki. Eins og til dæmis borðlampa með innbyggðu hleðslutæki, snyrtilegum og staflanlegum kössum sem gera þér kleift að skipuleggja aukahluti, skrifborðsmottu úr korki sem ver bambusborðið og færir því fallega áferð – þannig vörur.
FRYKSÅS hirsla á hjólum er frábær viðbót við skrifborðið. Hún er í sama stíl og býður upp á aukahirslupláss.
Vönduð smáatriði og ofin reyrframhlið færa FRYKSÅS skápnum fegurð en þó er hann einnig afar nytsamlegur. Hönnunin gerir þér kleift að opna hurðirnar upp á gátt og því er einstaklega auðvelt að raða í hann og taka úr honum það sem þú vilt hafa við höndina.
Þó skápurinn rúmi ótal hluti þá er hann í fullkominni hæð til að stilla upp blómum og öðrum fallegum skrautmunum. Veldu hluti sem veita þér gleði.
Fótapláss í stað skúffueiningar undir borðinu færir þér þægindi en þú vilt samt hafa nauðsynjar innan handar. Láttu BILLY bókaskáp um að halda utan um kassa, tímaritahirslur og smáhirslur og þá ertu með góða samsetningu af opnum og lokuðum hirslum.
Ef fleiri í fjölskyldunni nota skrifborðsstólinn er ótrúlega gott að hann sé stillanlegur. FJÄLLBERGET fundarstóll er frábær kandídat en hann er sveigjanlegur, þægilegur og fallegur á heimilinu.
Af öllum þeim hlutverkum sem skrifborðið þarf að sinna þá er það mikilvægasta að það fegri rýmið. Reyrhliðin prýðir stofuna og um leið veitir gott næði þegar þörf er á einbeitingu. Fegurð og notagildi í senn.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn