Innskot eru tilvalin fyrir fataskápa sem eru best til þess fallnir að geyma föt og hluti og halda svefnherberginu snyrtilegu. Þeir geta þó einnig fegrað umhverfið og fært skrautlegum hlutum sviðsljósið, eins og DYVLINGE hægindastólnum. Hann lífgar upp á rýmið og hversdagsleikann, eins og sönn stjarna
PAX er svo miklu meira en bara skápur. Með KOMPLEMENT innvolsi getur hann verið með fataslá, hillum og skúffum af ólíkum stærðum og gerðum – sem er kannski ekki óvanalegt fyrir fataskáp. Það sem hann býður þó einnig upp á eru körfur, útdraganlegt buxnahengi og útdraganlegir bakkar með ólíkum hólfum fyrir skartgripi, hálsbindi eða hvaða fylgihluti sem er. Svo getur þú bætt við kössum af ólíkum stærðum, skóinnvolsi og skilrúmi. Að lokum getur þú valið lýsingu og hurðir úr fjölbreyttu úrvalinu okkar. Sama hvað þú hefur mikið pláss eða hverjar þarfir þínar eru þá leysir PAX málið!
Það er lítið mál að deila rúmi með öðrum þrátt fyrir ólíkan smekk og þarfir. Með aðskildum púðum, sængum og jafnvel dýnum getur þú búið til tvö rúm úr einu. Aðalatriðið er að ykkur líði báðum vel á ykkar helmingi.
Rýmið skilar þér sömu orku og þú leggur í það. Ef þú gerir það að eftirlætisherberginu þínu þá kemur það til með að taka vel á móti þér. Persónuleg smáatriði færa því karakter, snjallar hirslur auðvelda þér að halda því snyrtilegu og vel búið rúm færir þér góðan svefn. Þetta er ekkert flókið: Gefðu rýminu ást og þú færð hamingju að launum.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn