Svefnherbergi og samverurými í senn. Hér gengur ýmislegt á eins og er eðlilegt í fjölskyldusvefnherbergi. Rúmið er höfuðstöð heimilisins þar sem fjölskyldan spjallar saman, leitar ráða og hvílir sig. Enda vitum við flest að besta leiðin til að sofa vel er að eiga góðan dag með fólkinu sem þú elskar.

Viltu koma í feluleik?

Hér er það kannski ekkert rosalega spennandi þar sem allt er falið á sama stað – í PAX fataskápnum. Hann býður upp á ótal möguleika þar sem þú getur innréttað hann eftir þörfum. Hægara sagt en gert? Nei, þetta er sko vel hægt!

 

Skoðaðu PAX fataskápa

Skoðaðu PAX fataskápa

Endalausir möguleikar í einu húsgagni

Skúffur, hillur, fataslár, útdraganlegir bakkar, vírkörfur, innvols af öllum gerðum, nefndu það. já, eða hannaðu það! Breytilegar þarfir fjölskyldunnar kalla á sniðuga og fjölhæfa hirslu sem þú getur hannað með PAX og KOMPLEMENT línunum.

Skoðaðu allt innvols í PAX

Höfuðstöð fjölskyldunnar

Rúmið er frábær staður fyrir ýmislegt fleira en svefn. Eins og til dæmis morgunkúr, bókalestur og spjall. Rúmið býður upp á nóg af plássi fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar, nótt sem dag, stóra og stutta – einnig þá sem þurfa TROGEN koll til að komast upp í.

Tímalaus og stílhrein

GRÅFJÄLLET er ný lína, en hún fellur strax inn í rýmið eins og hún hafi alltaf verið þar. Nútímalegt málmútlit í bland við mjúk smáatriði gefur klassískt yfirbragð sem passar við fjölbreytta innréttingarstíla.

 

Skoðaðu GRÅFJÄLLET línuna

Skoðaðu GRÅFJÄLLET línuna

Sérðu náttborð drauma þinna?

Skoðaðu náttborð

Hafðu uppáhaldsfötin til sýnis

Við eigum öll okkar eftirlæti. Í þessu tilfelli er það ný fataslá með skóhirslu í GRÅFJÄLLET línunni sem kemur til með að vera vinsælasti staðurinn fyrir uppáhaldsfötin þín. Þú þarft ekki að þvo þau eins oft þar sem þú getur notað slána til að hengja upp föt sem eru ekki alveg tandurhrein en þó ekki óhrein og notað þau aftur þar sem loft fær að leika um þau. Aðrar flíkur eiga ef til vill betur heima í lokuðum skáp og því er gott að hafa bæði opna og lokaða hirslu.

 

Skoðaðu fatahengi

Skoðaðu fatahengi

Hleyptu lífi í hvern krók og kima

Ef veggirnir gætu talað myndu þeir eflaust segja þér að þeir væru hæstánægðir með að vera vel nýttir. Þú getur bætt við aukahirslu hvar sem er án mikils fyrirhafnar. Til að mynda getur lítill snagi eða hilla leyst ótrúlegustu vandamál.

Rými fyrir næði í litlu rúmi

Samvera er frábær fyrir fjölskylduna en þó er nauðsynlegt að eiga sitt eigið athvarf. Persónulegt rými til að kúpla sig út í nokkrar mínútur eða klukkustundir. Hvort sem það er lítið skot eða koja þá getur þú gert það að þínu!

Skoðaðu barnasvæðið

Ástin lifir að eilífu

Það er líklega hægt að finna fínna nafn yfir stílinn á herberginu, eitthvað á borð við „hefðbundinn skandinavískur“, en „ást“ á bara svo ótrúlega vel við hér. Þetta er rými sem er hannað til að svara breytilegum þörfum allra í fjölskyldunni með því að nýta vel hvern krók og kima. Húsgögn og smáhlutir eru úr ólíku efni og litum þannig að þau eru kannski ekki í stíl en þó passa þau fullkomlega saman. Hljómar það kunnuglega? Það er líklega vegna þess að þannig eru flestar fjölskyldur – sameinaðar af ást.

 


Steldu stílnum

Skoðaðu fjöldann allan af svefnherbergjum í ólíkum stíl- og verðflokkum.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X