Hér er það kannski ekkert rosalega spennandi þar sem allt er falið á sama stað – í PAX fataskápnum. Hann býður upp á ótal möguleika þar sem þú getur innréttað hann eftir þörfum. Hægara sagt en gert? Nei, þetta er sko vel hægt!
GRÅFJÄLLET er ný lína, en hún fellur strax inn í rýmið eins og hún hafi alltaf verið þar. Nútímalegt málmútlit í bland við mjúk smáatriði gefur klassískt yfirbragð sem passar við fjölbreytta innréttingarstíla.
Við eigum öll okkar eftirlæti. Í þessu tilfelli er það ný fataslá með skóhirslu í GRÅFJÄLLET línunni sem kemur til með að vera vinsælasti staðurinn fyrir uppáhaldsfötin þín. Þú þarft ekki að þvo þau eins oft þar sem þú getur notað slána til að hengja upp föt sem eru ekki alveg tandurhrein en þó ekki óhrein og notað þau aftur þar sem loft fær að leika um þau. Aðrar flíkur eiga ef til vill betur heima í lokuðum skáp og því er gott að hafa bæði opna og lokaða hirslu.
Það er líklega hægt að finna fínna nafn yfir stílinn á herberginu, eitthvað á borð við „hefðbundinn skandinavískur“, en „ást“ á bara svo ótrúlega vel við hér. Þetta er rými sem er hannað til að svara breytilegum þörfum allra í fjölskyldunni með því að nýta vel hvern krók og kima. Húsgögn og smáhlutir eru úr ólíku efni og litum þannig að þau eru kannski ekki í stíl en þó passa þau fullkomlega saman. Hljómar það kunnuglega? Það er líklega vegna þess að þannig eru flestar fjölskyldur – sameinaðar af ást.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn