Allir fjölskyldumeðlimir hafa gott af því að eiga sitt eigið rými, og helst svolítið skemmtilegt rými. MINNEN rúmið er ævintýralegt og getur líka verið bátur, dýragarður eða kannski bókasafn. Þegar það er tilbúið að verða aftur að rúmi endist það lengi því það er stækkanlegt. Sígilt rúm sem vex með barninu!

Stundum má bregða út af vananum fyrir háttinn

Sniðug húsgögn við rúmið geta auðveldað háttatímann. Stundum þarf stól fyrir foreldri sem les fyrir barnið. En barnið gæti líka viljað lesa fyrir foreldrið, eða mjúkdýrin. Einstaka sinnum sofnar barnið kannski án þess að spá í kvöldlestri. Hér er allt mögulegt.

Skoðaðu barnarúm

Tiltekt? Ekkert mál!

Með góðum hirslum getur barnið orðið að algjörum heimsmeistara í tiltekt. Frágangurinn getur orðið hluti af leiknum með hirslur í aðalhlutverki. Númeraðir kassar undir rúmi og SKOGSDUVA karfa gætu orðið til þess að barnið klári tiltektina áður en þú nærð að minna það á að ganga frá. Ertu til? Af stað!

 

Skoðaðu skipulagsvörur fyrir barnaherbergi

Skoðaðu skipulagsvörur fyrir barnaherbergi

Sumar vörur eiga einfaldlega heima í barnaherbergi

Gott að eiga sinn stað

Það er yndislegt að eiga stóra fjölskyldu en stundum er gott að geta dregið sig aðeins í hlé. Kojur eru tilvalinn staður fyrir það. Í koju er hægt að vera með tvö ólík svæði sniðin að persónuleikum eigendanna.

Skoðaðu kojur

Allt eins og það á að vera

Það er algengur misskilningur að fataskápar eigi allir að vera notaðir eins en það má sko alveg breyta til! Hvernig á barnið að ná í fötin sín ef þau eru of hátt uppi? Skipuleggðu fataskápinn með barninu til að bæði þú og barnið séuð ánægð með fataskipulagið. Af hverju? Því þá fer minni tími í að taka til föt og meiri í að leika!

 

Skoðaðu hirslur í barnaherbergi

Skoðaðu hirslur í barnaherbergi

Hentugar hirslur fyrir mikilvægasta fólkið

Fullkomið jafnvægi milli samveru og einveru

Einvera er notaleg svo lengi sem þú ert ekki einmanna. Þess vegna er gott að eiga sinn eigin rúmkrók í herbergi foreldranna. Á milli rúmanna tveggja mætti ímynda sér braut þar sem alltaf má fara á milli, bæði dag og nótt.

Skoðaðu svæði foreldranna

Fáðu innblástur og skoðaðu fjöldan allan af hugmyndum fyrir barnaherbergi


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X