Hirslur eru kjarninn í rýminu – sófaborðið ber vott um það. Það er með þrjá hentuga fleti – glerplötu efst, hillu undir og loks skúffu þar sem þú getur geymt hluti sem þú vilt ekki að sjáist. Glerið lífgar upp á rýmið og leyfir hlutunum á neðri hillunni að njóta sín. Sófaborðið er hluti af IDANÄS línunni líkt og bókaskápurinn og hái skápurinn og því koma þau vel út saman.
Gardínur gera rýmið enn notalegra og heimilislegra. Dökkdrappaðar DYTÅG gardínur úr 100% hör færa því einnig hlýlegt og sígilt yfirbragð. Bættu við RINGBLOMMA felligardínu til að veita næði og draga úr dagsbirtu.
Notalegur ROCKSJÖN hægindastóll skapar þægilegt skot fyrir lestur eða prjónaskapinn. Stillanlegur skermur á RÖDFLIK lampanum auðveldar þér að stýra birtunni. Hægindastóllinn kemur vel út með sófanum enda eru þeir báðir í hefðbundnum stíl og með svipuðum skrautsaumi.
Vel skipulögð hirsla með sígildu yfirbragði ásamt rúmgóðum sófa með púðum og teppum gera rýmið að notalegum stað fyrir alla fjölskylduna. Bættu við notalegum litatónum – dökk húsgögn skapa grunninn og drappaðir og brúnir tónar færa rýminu hlýju. Þannig skapar þú stofu sem tekur vel á móti öllum með afslöppuðu andrúmslofti.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn