Hér er hefðbundin stofa sem öllum líður vel í. Vel skipulögð hirsla og stór hornsófi tekur vel á móti fjölskyldunni og gefur öllum rými til að gera það sem þau elska. Stofan býr yfir afslöppuðu yfirbragði með notalegum litatónum og hlýlegu andrúmslofti.

Nóg af hirslum og hefðbundnum stíl

IDANÄS bókaskápar og hár skápur færa stofunni stíl og geymslupláss. Opnar hillur gera þér kleift að stilla upp hlutum en þú getur einnig varið þá á bak við glerhurðir. Ljóskastarar ofan á hirslunum lýsa upp munina þína og mynda stemningslýsingu. KVARNVIK kassar með vönduðum smáatriðum halda utan um smáhluti.

Skoðaðu skipulagsvörur

Sófaborð sem ógnar óreiðunni

Hirslur eru kjarninn í rýminu – sófaborðið ber vott um það. Það er með þrjá hentuga fleti – glerplötu efst, hillu undir og loks skúffu þar sem þú getur geymt hluti sem þú vilt ekki að sjáist. Glerið lífgar upp á rýmið og leyfir hlutunum á neðri hillunni að njóta sín. Sófaborðið er hluti af IDANÄS línunni líkt og bókaskápurinn og hái skápurinn og því koma þau vel út saman.

 

Skoðaðu sófaborð

Skoðaðu sófaborð

Kassar og körfum koma skipulagi á smáhlutina

Skoðaðu kassa og körfur

Notalegur sófi með marga möguleika

Það eru margar leiðir til að slaka á í þessum EKHOLMA hornsófa. Til að mynda er hægt að teygja úr sér á legubekknum eða halla sér upp að notalegum arminum með góða bók í hönd á meðan RÖDFLIK lampi með stillanlegum skermi lýsir upp blaðsíðurnar. Þú getur fært sófanum persónuleika með því að bæta við aukapúðum og teppum.

Skoðaðu teppi

Mjúk efni, mýkri lýsing

Gardínur gera rýmið enn notalegra og heimilislegra. Dökkdrappaðar DYTÅG gardínur úr 100% hör færa því einnig hlýlegt og sígilt yfirbragð. Bættu við RINGBLOMMA felligardínu til að veita næði og draga úr dagsbirtu.

 

Skoðaðu gardínur

Skoðaðu gardínur

Notalegt athvarf fyrir tómstundir og fleira

Notalegur ROCKSJÖN hægindastóll skapar þægilegt skot fyrir lestur eða prjónaskapinn. Stillanlegur skermur á RÖDFLIK lampanum auðveldar þér að stýra birtunni. Hægindastóllinn kemur vel út með sófanum enda eru þeir báðir í hefðbundnum stíl og með svipuðum skrautsaumi.

 

Skoðaðu hægindastóla og legubekki

Skoðaðu hægindastóla og legubekki

Hirsla og sófi rýma fyrir afslöppun

Vel skipulögð hirsla með sígildu yfirbragði ásamt rúmgóðum sófa með púðum og teppum gera rýmið að notalegum stað fyrir alla fjölskylduna. Bættu við notalegum litatónum – dökk húsgögn skapa grunninn og drappaðir og brúnir tónar færa rýminu hlýju. Þannig skapar þú stofu sem tekur vel á móti öllum með afslöppuðu andrúmslofti.

 

Skoðaðu sófa

Skoðaðu sófa

Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X