Veggplássið er afar dýrmætt. Grunn og stöðug hilla hentar vel til að geyma hluti á vel skipulagðan hátt, til dæmis í kössum með loki. Svo er hægt að bæta við plöntum til að færa henni líflegt og fallegt yfirbragð.
Lítið vannýtt skot á svölunum getur komið sér vel til að hengja upp aukastóla. Þar taka þeir lítið pláss en eru innan handar fyrir gesti og gangandi. Svo er lítið mál að ganga aftur frá þeim.
Útisvæðið getur einnig komið sér vel til að geyma föt. Fataslá á svölunum er tilvalin til að viðra fötin af og til. Mundu eftir að opna glugga eða tvo á yfirbyggðu svölunum.
Ef þú ert með veggpláss á lausu, til dæmis undir gluggunum, getur verið sniðugt að setja upp vegghirslu. Hirslutafla heldur góðu skipulagi á hlutunum, innan handar. Snagar, klemmur og aðrir aukahlutir fylgja með.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn