L-laga meðalstórt eldhús í opnu rými. Uppsetningin skapar gott flæði þar sem þú færir þig auðveldlega á milli heimilistækja og vinnuborðs – virkar vel með eldhúseyju.
Notaðu lampa til að stilla réttu stemninguna og skapaðu notalegt andrúmsloft sem umbreytir eldhúsinu í hjarta heimilisins. Hafðu ljóskastara yfir vinnuborðinu og eldavélinni til að gera matreiðsluna bæði öruggari og skemmtilegri. Bættu um betur með snjalllýsingu og þá getur þú stýrt kösturunum með fjarstýringu eða IKEA Home smart appinu – kveikt og slökkt á þeim, deyft lýsinguna eða búið til stillingar sem henta verkefninu.
Háglans framhliðar, glerhurðir á stílhreinum stálskáp, vaskur og blöndunartæki úr ryðfríu stáli og borðplata með marmaraáferð – efni, áferð og litir í stíl gera þér kleift að skapa sígilt og afslappað eldhús. Skreyttu með hlutum í stíl við stemninguna eða tilefnið, til að mynda með vefnaðarvörum eða aukahlutum við vaskinn. Þannig getur þú reglulega frískað upp á eldhúsið á hagstæðan og einfaldan hátt.
Háglans hvítir eldhússkápar skapa bjart og nútímalegt eldhús. Á bak við stílhreinar RINGHULT framhliðar er nóg pláss til að fela eldhúsáhöld og svo getur þú stillt upp eftirlætisborðbúnaðinum á bak við HEJSTA glerhurðir. Eldhúseyjan færir þér meira geymslupláss og laðar að hjálparkokka.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn