UPPÅTVIND lofthreinsitæki hreinsar skaðleg efni og frjókorn úr loftinu. Handfangið auðveldar þér að færa það á milli rýma ef þú vilt. Það er með þrjár stillingar og ef þú sefur laust þá getur þú valið svefnstillingu. Þá hreinsar það loftið á meðan þú sefur án þess að trufla þig.
Stórt og örlítið bogið sæti og rúnnað bak einkenna FROSET hægindastólinn og gera hann þægilegan. Hann er úr eikarspóni í dökkum litatón og kemur því vel út með náttúrulegu hráefni og jarðtónum stofunnar. Bættu við SAMBORD lampa með sveigjanlegum skermi sem auðveldar þér að beina ljósinu á síðurnar á meðan þú lest.
Með MOALNA gardínum og TREDANSEN myrkvunargardínum stjórnar þú alfarið birtunni sem kemur inn. Þegar þú dregur gardínurnar fyrir hleypir þú birtu inn en skapar þó næði og kemur í veg fyrir glýju á sjónvarpið. Rúllugardínan lokar úti birtu sem kemur sér vel þegar þú ert með næturgesti. Þú getur notað fjarstýringu eða DIRIGERA gátt og IKEA Home smart appið til að stýra henni án þess að standa upp úr sófanum.
Jafnvel lítið skot dugar með þessu hentuga og netta UTVISNING leikjaborði. Það er með snúruskipulagi og sex hæðarstillingum og því getur þú setið í þeirri hæð sem hentar þér – svo er það einnig með hentuga hirslu. LÖPARBANA leikjastóll býður upp á fjölda eiginleika fyrir meiri þægindi. Til að mynda höfuðpúða sem þú getur stillt og hallastillingu sem færir líkamanum virka stöðu á meðan þú spilar.
Þegar gestirnir kveðja getur þú minnkað húsgögnin og fengið meira pláss. Geymdu rúmföt undir sætinu og breyttu svefnsófanum í tveggja sæta sófa. Þú getur sett annað innskotsborðið undir hitt til að skapa gólfpláss. Jarðtónar og náttúruleg hráefni ásamt hentugum hirslum sjá um að skapa stílinn og notalegt andrúmsloft.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn