RÅSKOG hjólavagn færir þér aukahirslupláss þar sem þú þarft á því að halda í eldhúsinu. Það er auðvelt að færa hann til og því ertu alltaf með það sem þú þarft innan handar. Stærðin og stíllinn gera hann að fullkominni lausn fyrir þessa litlu borðstofu.
Það er auðvelt að skapa kaffihúsastemningu með sígildum SKURUP ljóskösturum og VAPPEBY ferðahátalara. Ljósið endurkastast af veggnum á meðan hátalarinn spilar nostalgíska tónlist. Ljóskastararnir eru mjög hentugir þar sem þú getur fært þá auðveldlega til og skermurinn og armurinn eru sveigjanlegir og því er auðvelt fyrir þig að stilla lýsinguna þannig að hún henti þínum þörfum.
HÄGERNÄS borðstofusettið með borði og fjórum stólum er tilvalið fyrir minni borðstofur. Húsgögnin eru úr gegnheilli furu í sígildum stíl sem smellpassar í rýmið. AGAM barnastóll með hefðbundnu yfirbragði auðveldar yngstu fjölskyldumeðlimunum að sitja við sama borð. Hentugt og tilgerðarlaust með einföldu og ósviknu yfirbragði sem virkar fyrir alla fjölskylduna.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn