Nú er tími til að bretta upp ermar og munda pensilinn! Settu þinn svip á forstofuna með málningu í skemmtilegum lit ásamt vel völdum húsgögnum og aukahlutum. Horfðu á myndbandið til að sjá aðferðina.
Klukkan er nútímaleg útgáfa af gamalli sænskri Mora-klukku. Þessi er í sterkum lit og á sér einnig leyndarmál. Hún er nefnilega líka skápur, tilvalinn staður fyrir lykla svo þú þurfir ekki að eyða tíma í að leita að þeim á hverjum degi. Djúpblár liturinn er í anda skandinavískrar hönnunar og vekur athygli í hvaða rými sem er.
Skór sem eiga sér engan samastað geta valdið óreiðu í forstofunni. Gefðu þeim samastað í MACKAPÄR bekk með rennihurðum. Hann heldur vel utan um skó heimilisins og þú getur einnig notað sætið sem hillu. Fullkomnaðu forstofuna með litlum lampa og spegli. Þannig virðist hún stærri og bjartari og þú getur kíkt á þig áður en þú ferð út.
Hjólavagn er fullkominn undir alla þá smáhluti sem þú vilt geta gripið með þér út í daginn. Nettir hirslukassar halda góðu skipulagi svo regnhlífar, sólgleraugu og hanskar haldist á sínum stað. Fylgdu hvíta og bláa litaþemanu með kössum og aukahlutum í bláum litatónum.
Það þarf ekki mikið umstang til að færa lítilli forstofu skemmtilegan skandinavískan stíl – bara smá málningu á veggina og húsbúnað sem passar inn í rýmið. Áberandi blár liturinn ásamt hvítum húsgögnum gleður þig og gestina, bæði við heimkomu og brottför. Það besta er að þegar þú flytur getur þú einfaldlega tekið forstofuna með þér!
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn