Mildir brúndrappaðir litir mynda grunninn í eldhúsinu þar sem skemmtilegar andstæður og bjartir litir fá að njóta sín. Persónuleikinn skín í gegn í opnu rýminu. Eldhúsið verður að skemmtilegum samastað fjölskyldunnar og gerir þér kleift að hafa auga með börnunum á meðan þú eldar.

Aðgreind svæði – gott vinnuflæði

Gott vinnuflæði myndast í vel skipulögðu eldhúsi með aðgreindum svæðum fyrir algengustu eldhúsverkin. Helluborðið og ofninn eru vel staðsett, það er gott vinnupláss hjá kæliskápnum og þú getur auðveldlega síað vatn frá spagettíinu eða kartöflunum þar sem helluborðið er við hliðina á vaskinum.

 


Andstæður mynda karakter

Svartur vaskur og blöndunartæki í bland við önnur svört heimilisæki mynda fallegt mótvægi við ljósa borðplötu og skapa skemmtilegt heildarútlit. Veldu eldhúsaukahluti í björtum litum sem lífga upp á eldhúsið.

 

Skoðaðu blöndunartæki og vaska

Skoðaðu blöndunartæki og vaska

Yfirsýn og aðgengi

ENHET hillueiningar létta lífið með því að geyma hluti sem þú notar mikið á aðgengilegum stað. Þær gera börnunum einnig kleift að taka þátt í eldhúsverkum eins og að taka úr vélinni og leggja á borð. Kolgrár liturinn rammar allt inn og skapar fullkominn bakgrunn fyrir góðar stundir í góðum félagsskap.

Hannaðu þína eigin samsetningu

Skoðaðu ENHET samsetningar

Rýmdu til fyrir lífinu

Þú færð enn meira úr skúffunum með innri skúffum og innvolsi. Með sniðugum skipulagsvörum geta börnin fengið sínar eigin skúffu. Hjólavagn kemur sér afar vel, bæði sem hliðarborð við sófa og til að geyma (og færa) verkefni sem verið er að vinna í.

Skoðaðu eldhúseyjur

Girnilegur karakter

Fallegu HAVSTORP framhliðarnar í djúpum mokkalit skapa skemmtilegt mótvægi við kolgráu opnu hillurnar og svörtu aukahlutina. Eldhúsið býr yfir miklum karakter og sígildu útliti sem auðvelt er að laga að breyttum stíl. Í opnu eldhúsi er auðvelt að fara úr einu í annað þegar hentar.

 

Skoðaðu allt HAVSTORP

See all HAVSTORP

Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X