Gott vinnuflæði myndast í vel skipulögðu eldhúsi með aðgreindum svæðum fyrir algengustu eldhúsverkin. Helluborðið og ofninn eru vel staðsett, það er gott vinnupláss hjá kæliskápnum og þú getur auðveldlega síað vatn frá spagettíinu eða kartöflunum þar sem helluborðið er við hliðina á vaskinum.
Svartur vaskur og blöndunartæki í bland við önnur svört heimilisæki mynda fallegt mótvægi við ljósa borðplötu og skapa skemmtilegt heildarútlit. Veldu eldhúsaukahluti í björtum litum sem lífga upp á eldhúsið.
Fallegu HAVSTORP framhliðarnar í djúpum mokkalit skapa skemmtilegt mótvægi við kolgráu opnu hillurnar og svörtu aukahlutina. Eldhúsið býr yfir miklum karakter og sígildu útliti sem auðvelt er að laga að breyttum stíl. Í opnu eldhúsi er auðvelt að fara úr einu í annað þegar hentar.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn