Hér sjáum við baðherbergi fyrir fjölskyldu í fallegri miðlungsstórri íbúð. Það þarf ekki að vera flókið eða kostnaðarsamt að bæta nokkrum nútímalegum hlutum við hefðbundna stílinn í eldri íbúðum og sérsníða rýmið þannig að allir fjölskyldumeðlimir fái aðstöðu til að fara í sturtu, snyrta sig og geyma nauðsynjar.

Ljós og plöntur setja tóninn fyrir daginn

Hvernig er hægt að fá það besta út úr litlu rými eins og baðherberginu í þessari fallegu gömlu íbúð? Fáðu meiri orku á morgnana með plöntum og góðri lýsingu ásamt hvítum húsgögnum sem mynda mótvægi við veggflísarnar og létta og fríska upp á rýmið.

Hefðbundin hönnun á nútímalegu baðherbergi

Veldu baðherbergishúsgögn í hefðbundnum skandinavískum stíl. HEMNES vörulínan sameinar útlit og notagildi á fullkominn hátt.

Skoðaðu HEMNES vörur fyrir baðherbergi

Vel skipulagt baðherbergi

Hvernig er best að skipuleggja baðherbergið svo það henti öllum fjölskyldumeðlimum? Við blönduðum saman opnum hirslum fyrir það sem þú vilt hafa aðgengilegt og lokuðum hirslum fyrir aukahandklæði, óhreina þvottinn og hreinsiefni. Í bekknum er hirsla og svo er líka hægt að sitja á honum og þurrka sér eftir sturtuna.

Baðherbergi þar sem pláss er fyrir allt

Gott er að hafa hirslur fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Á þessu baðherbergi er skápur með glerhurðum sem heldur hlutunum snyrtilegum, í reiðu og verja þá gegn ryki. Fallegar körfur, krukkur og sápur eru til sýnis og plantan og sloppurinn veita frísklegt yfirbragð, næstum eins og í heilsulind.

Fjölskyldur samanstanda af ólíkum einstaklingum með mismunandi þarfir

Snyrtiaðstaðan er með allt sem þú þarft til að byrja daginn vel: góðar hillur fyrir snyrtidótið og blóm sem lífga upp á rýmið. Þvottapokar, tannburstar og förðunarvörur eru í fallegum körfum. Allt þetta gerir baðherbergið bæði fallegt og aðgengilegt.

Baðherbergi fyrir alla fjölskylduna

Vörur sem fríska upp á baðherbergið og gera það fjölskylduvænna og þægilegra. Litlu hlutirnir gera gæfumuninn.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X