ALEX línan auðveldar þér að færa þig á milli verkefna og skipta um gír. Settu hlutina sem þú notar ekki í hirslu og rúllaðu henni úr augsýn – svo birtist hún fyrirvaralaust þegar þú þarft á henni að halda.
Þegar rýmið er notað í ýmis verkefni þá er KALLAX hillueiningin þér til halds og trausts. Hér er hún notuð sem skilrúm til að afmarka rúmið en það sem gerir hana svo sniðuga er að þú getur notað hana frá báðum hliðum. Raðaðu í hana hlutum sem henta – eins og bókum, tímaritahirslum eða skrautmunum.
Vel búið skrifborð kemur sér vel en það eru margir klukkutímar í einum degi. Gardínur sem skilrúm gegna veigamiklu hlutverki, dragðu frá þegar þú vilt horfa á þátt í tölvunni og dragðu svo aftur fyrir til að koma þér í ró á augabragði.
Skrifborðið er notað fyrir fatasaum, nám og margt fleira og því er herbergið hannað með flæði í huga.Rýmið er vel skipulagt og deilt niður í svæði þannig að rúmið fær sitt andrými. Sköpunarkrafturinn flæðir betur með snyrtilegu skipulagi og það er auðveldara og fljótlegra að rýma til fyrir æfingar á borð við jóga.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn